Mćtingar, forföll og leyfi

Í Nesskóla er fariđ eftir settum reglum og nemendur mćta stundvíslega í skólann á hverjum morgni, í allar kennslustundir og međ öll ţau námsgögn sem nota

Mćtingar, forföll og leyfi

Í Nesskóla er farið eftir settum reglum og nemendur mæta stundvíslega í skólann á hverjum morgni, í allar kennslustundir og með öll þau námsgögn sem nota skal hverju sinni.Lögð er áhersla á að allir nemendur sinni námi sínu vel, jafnt í kennslustundum sem heima. Hvers konar truflun á kennslu og námi skólafélaga er óheimil. Öllum nemendum er skylt að mæta í skólann, í allar kennslustundir samkvæmt stundaskrá. 

Foreldrum/forráðamönnum ber að tilkynna öll forföll eins fljótt og hægt er í síma 477-1124. Heimilt er að tilkynna veikindaforföll inn á netfang skólaritara sem er hilduryr@skolar.fjardabyggd.is. Veikindi ber að tilkynna daglega.

Leyfi frá skóla í lengri eða skemmri tíma er aðeins veitt að beiðni foreldra.Leyfi til eins eða tveggja daga getur umsjónarkennari veitt, en leyfi til lengri tíma skal sótt um skriflega til skólastjórnenda á leyfisblaði sem fæst hjá ritara.

Ef nemendur geta einhverra hluta vegna ekki tekið þátt í íþróttum í lengri tíma eða styttri vegna veikinda, ber að skila inn vottorði frá lækni.