Saga og einkenni

Nesskóli er heildstćđur grunnskóli í Neskaupstađ, austasta byggđarkjarna Fjarđabyggđar. Húsnćđi skólans er ađ stofni til 3 einingar. Elsti hlutinn var

Saga og einkenni

Nesskóli er heildstæður grunnskóli í Neskaupstað, austasta byggðarkjarna Fjarðabyggðar. Húsnæði skólans er að stofni til 3 einingar. Elsti hlutinn var tekinn í notkun 1930 en stærsti hluti skólans er þó nýbygging sem tekin var að fullu í notkun 2004. Hver bekkjardeild hefur sína heimastofu, list- og verkgreinar hafa allar sína sérstöku aðstöðu og tölvuverið er með 20 tölvum. Nýtt íþróttahús var tekið í í notkun í Neskaupstað 1994 og er það staðsett rétt norðan við skólann. Sundkennsla fer fram í sundlaug bæjarins en hún er í 500 m. fjarlægð, nær miðbænum. Félagsmálum eldri nemenda er sinnt að langmestu leyti af Félagsmiðstöðinni Atóm sem rekin er í umsjón íþrótta – og æskulýðsfulltrúa.

Stöðugildi við stjórnun eru tæp þrjú sem fjórir stjórnendur sinna. Skólastjóri í 100% stjórnunarstarfi, aðstoðarskólastjóri í 85% og 2 deildarstjórar í 50% starfi hvor.

Við skólann starfa 52 starfsmenn. Grunnskólakennarar eru 22 og 16 leiðbeinendur. Starfsfólk í öðrum störfum er eftirfarandi: Tveir þroskaþjálfarar starfa við skólann, skólaritari er í 50% starfi, starfsmaður á bókasafni í 50% starfi, húsvörður í 100% starfi, matráður sér um mötuneytið í samvinnu við skólaliða, en maturinn er aðkeyptur, skólaliðar er annast þrif og gæslu í frímínútum eru 7, starfsmenn skólasels eru í 3 og síðan er 1 stuðningsfulltrúi.