Sjálfsmat

Skv. grunnskólalögum nr.91/2008 skal hver skóli framkvćma sjálfsmat. Sjálfsmat skóla er leiđ til ţess ađ vinna kerfisbundiđ ađ gćđum og umbótum í

Sjálfsmat

Skv. grunnskólalögum nr.91/2008 skal hver skóli framkvæma sjálfsmat.

Sjálfsmat skóla er leið til þess að vinna kerfisbundið að gæðum og umbótum í skólastarfi, og er einnig leið til þess að miðla þekkingu og upplýsingum um skólastarf. Megintilgangur sjálfsmatsins er að gera starfsfólki skóla auðveldara að vinna að framgangi markmiða skólans, meta hvort þeim hafi verið náð, endurskoða þau og stuðla að umbótum. Þetta á jafnt við um markmið og áherslur í lögum, reglugerðum og aðalnámskrá og staðbundin markmið sem skólarnir setja fram í skólanámskrám. Um leið skapar sjálfsmat faglegan grundvöll fyrir umbætur.

Með sjálfsmati fer fram víðtæk gagnaöflun um skólastarfið sem veitir upplýsingar um í hve miklum mæli árangur skólastarfsins er í samræmi við markmið. Sjálfsmat er ekki hægt að klára, heldur þarf stöðugt að vinna að því. Í niðurstöðum sjálfsmats er mikilvægt að fram komi tillögur um úrbætur. 

Í gildandi lögum um grunnskóla eru skýr ákvæði um að skólar skuli innleiða sjálfsmat. Samkvæmt lögunum er skólum í sjálfsvald sett hvaða aðferðum þeir beita við sjálfsmat. Í lögunum eru einnig ákvæði um að á fimm ára fresti skuli menntamálaráðuneytið láta fara fram úttekt á þeim sjálfsmatsaðferðum sem skólar nota.

Sjálfsmatsskýrsla 2011 - 2012

Sjálfsmatsskýrsla 2010 - 2011

Fylgiskjöl/Viðaukar með sjálfsmatsskýrslu 2010-2011
Foreldrakönnun - niðurstöður


Olweus - samanburður milli ára


Unglingastig - niðurstöður


Miðstig - niðurstöður


Yngsta stig - niðurstöður


3 ára sjálfsmatsáætlun, ágúst 2009 - ágúst 2012

Sjálfmatsskýrsla 2009 - 2010

Fylgiskjöl/Viðaukar með sjálfsmatsskýrslu 2009-2010
Spurningalisti nemendakönnunar.


Niðurstöður nemendakönnunar.


Spurningalisti starfsmannakönnunar.


Niðurstöður úr "Að vera unglingur".