Skólaráđ

 Skólaráđ  Skólaráđ er samráđsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald.Skólastjóri ber ábyrgđ á stofnun skólaráđs og stýrir starfi ţess sem

Skólaráđ

 Skólaráð 

Skólaráð er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald.Skólastjóri ber ábyrgð á stofnun skólaráðs og stýrir starfi þess sem skilgreint er í 8. gr. grunnskólalaga. Skólastjóri skal boða til sameiginlegs fundar skólaráðs og stjórnar nemendafélags a.m.k. einu sinni á ári.

Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Skólaráð fjallar um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið. Skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin. Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda. Skólanefnd getur með samþykki sveitarstjórnar falið skólaráðum einstakra skóla ákveðin verkefni þessu til viðbótar.

Skólaráð skal skipað níu einstaklingum til tveggja ára í senn. Í skólaráði Nesskóla eiga sæti:

  • Marías Ben. Kristjánsson skólastjóri
  • Guðrún Ásgeirsdóttir fulltrúi kennara
  • Vilhelmína S. Smáradóttir fulltrúi kennara
  • Jón Guðmundsson fulltrúi annars starfsfólks skólans
  • Hrafnhildur Lóa Guðmundsdóttir fulltrúi foreldra 
  • Atli Freyr Björnsson fulltrúi foreldra
  • Perla Kola Leifsdóttir fulltrúi grenndarsamfélags
  • Sævar Örn Þorsteinsson fulltrúi nemenda
  • Katla Heimisdóttir fulltrúi nemenda

Fundagerðir skólaráðs:

Skólaráðsfundur 28. október 2008 nr. 1.
Skólaráðsfundur 4. maí 2009 nr. 2.
Skólaráðsfundur 13. október 2009 nr. 3.
Skólaráðsfundur 20. janúar 2010 nr. 4.
Skólaráðsfundur 27. maí 2010 nr. 5.
Skólaráðsfundur 15. október 2010 nr. 6.
Skólaráðsfundur 4. febrúar 2011 nr. 7.
Skólaráðsfundur 11. maí 2011 nr. 8.
Skólaráðsfundur 10. október 2011 nr. 9.
Skólaráðsfundur 14. desember 2011 nr. 10.
Skólaráðsfundur 2. mars 2012 nr. 11.
Skólaráðsfundur 8. júní 2012 nr. 12.
Skólaráðsfundur 3. október 2012 nr. 13.
Skólaráðsfundur 13. desember 2012 nr. 14.
Skólaráðsfundur 9. apríl 2014
Skólaráðsfundur 8. október 2014