Eineltisáćtlun Nesskóla

Eineltisáćtlun  Nesskóla     Áćtlun um varnir gegn einelti   Verklag viđ einelti í Nesskóla. Haustiđ 2007 hófst innleiđing á Olweusaráćtlun gegn einelti

Eineltisáćtlun Nesskóla

Eineltisáætlun  Nesskóla

 

 

Áætlun um varnir gegn einelti

 

Verklag við einelti í Nesskóla.

Haustið 2007 hófst innleiðing á Olweusaráætlun gegn einelti og andfélagslegri hegðun í skólanum. Olweusarverkefnið er samstarfsverkefni menntamálaráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Kennarasambands Íslands og Heimilis og skóla og byggir á kenningum prófessors Dan Olweus sem rannsakað hefur einelti síðastliðin þrjátíu ár og er talinn einn helsti fræðimaður heims á þessu sviði í dag. Oddviti Olweusarverkefnisins í Nesskóla er Vilhelmína Smáradóttir.

 

Hvað er einelti?

Samkvæmt skilgreiningu Olweusar er það er talið einelti þegar einn eða fleiri beita einstakling endurteknu líkamlegu eða andlegu ofbeldi eða félagslegri útskúfun.

 

Sagt er að nemandi sé lagður í einelti þegar annar nemandi eða nemendur:

 • Segja meiðandi og óþægileg orð við hann/hana, gera grín að honum/ henni eða nota ljót og meiðandi uppnefni.
 • Virða hann/hana ekki viðlits eða útiloka hann/hana viljandi úr vinahópnum
 • Slá, sparka, hárreita, hrinda eða loka hann/hana inni eða úti.
 • Segja ósatt eða dreifa upplognum rógi um hann/hana eða senda kvikindislega miða, tölvupóst eða sms skilaboð, í þeim tilgangi að reyna að fá aðra nemendur til að kunna illa við hann/hana.

 

Gerist þetta oft og mörgum sinnum er það einelti og sá sem verður fyrir því á mjög erfitt með að verja sig. Sama er að segja um síendurtekna stríðni, þegar einhverjum er strítt hvað eftir annað á óþægilegan, meiðandi hátt.

Það er hins vegar ekki einelti þegar einhverjum er strítt á góðlátlegan og vingjarnlegan hátt. Sama er að segja um þegar jafnsterkir nemendur (jafningjar) slást eða rífast.

 

Skólareglur gegn einelti

 •  Við leggjum ekki aðra í einelti.
 • Við reynum að aðstoða þá nemendur sem verða fyrir einelti.
 • Við eigum líka að vera með nemendum sem auðveldlega verða einir.
 • Ef við vitum til að einhver er lagður í einelti eigum við að segja umsjónarkennaranum (eða öðrum starfsmanni í skólanum) frá því og líka fólkinu heima.

 

Eineltisteymi

Við skólann starfar eineltisteymi. Hlutverk þess er að vera leiðbeinandi aðili við lausn eineltismála komi þau upp. Eineltisteymi vinnur auk þess ýmiss konar forvarnarstarf gegn einelti, svo sem að stuðla að betri félagslegum samskiptum nemenda og ýmisskonar hópstyrkingu. Einnig sér eineltisteymið um að viðhalda Olweusaráætluninni í skólanum.

 

Meðferð eineltismála

Ef grunur vaknar um að einelti eigi sér stað í skólanum fer eftirfarandi ferli í gang:

 • Allir starfsmenn skólans fylgjast með samskiptum og líðan nemenda í skólanum og þar sem nemendur eru á vegum skólans.
 • Allir starfsmenn fá þjálfun í að greina slæm samskipti og bregðast við þeim þegar þau koma upp.
 • Komi upp grunur um einelti eru atburðir skráðir af þeim sem verður vitni að þeim í sérstaka bók og lætur í öllum tilvikum umsjónarkennara nemendanna vita.
 • Öllum málum er vísað til umsjónarkennara viðkomandi nemenda.
 • Umsjónarkennari kannar málið hjá nemendum og starfsfólki og málið er unnið skv. eineltisáætlun skólans.

 

Markmið Olweusarverkefnisins

Helstu markmið aðgerðaáætlunar Olweusar er að draga úr tækifærum til eineltis og byggja upp afstöðu nemenda, kennara og foreldra gegn einelti.

Unnið er að eftirfarandi meginþáttum með skipulögðum hætti:

 • Lagðar eru fyrir kannanir á einelti og niðurstöður kynntar.
 • Allir starfsmenn skólans taka þátt í umræðuhópum sem hafa það að markmiði að fræða starfsfólk um einelti og undirbúa það undir að vinna markvisst gegn því. Í þessu sambandi fer fram mikill lestur og umræður.
 • Nemendur fá fræðslu um einelti, eðli eineltis, birtingarform þess og afleiðingar fyrir gerendur og þolendur.
 • Eftirlit innan skólans er skilvirkt og lögð áhersla á vitundarvakningu meðal starfsfólks, nemenda og foreldra.
 • Reglur skólans um einelti eru kynntar fyrir nemendum og ræddar.
 • Haldnir eru bekkjarfundir um samskipti og skólabrag.
 • Haldnir eru kynningar- og umræðufundir fyrir foreldra.
 • Tekið er á þeim eineltismálum sem upp koma með skipulögðum hætti með samtölum við gerendur, þolendur og foreldra.

 

 

Foreldrar eru beðnir um að vera með augu og eyru opin og láta skólann vita ef þeir verða varir við að barni þeirra er strítt eða það stríðir öðrum og jafnframt láta umsjónarkennara vita ef barninu líður illa í skólanum.