Frá haustinu 2017 hefur verið sameiginlegur matseðill fyrir alla leik- og grunnskóla í Fjarðabyggð. Matseðilinn rúllar á 7 vikna fresti og þeir sem sjá um matinn koma til með að hafa úr nokkrum uppskriftum að velja hvern dag. Við samsetningu matseðlana er farið eftir ráðleggingum frá landlæknisembættinu sem styðjast við samnorrænar næringarráðleggingar. Hér fyrir neðan er hægt að sjá matseðla fyrir hverja viku.
16. september - Þorskur í orlý með hrísgrjónum og kaldri sósu
17. september - Hakkabuff með kartöflumús, brúnni sósu og grænum baunum
18. september - Gratineraður fiskur með kartöflum og kaldri sinnepssósu
19. september - Grísasteik með steiktum kartöflum og græmeti ásamt soðsósu.
20. september - starfsdagur
23. september - Kjötbollur með spaghetti og rauðri sósu ásamt brauði.
24. september - Soðinn fiskur með kartöflum, tómatsósu, rúgbrauði og smjöri
25. september - Kjúklingur í kormasósu og hrísgrjónum ásamt salati.
26. september - Fiskur í raspi með kartöflum og heimagerðu remúlaði.
27. september - Makkarónu-grautur með kanilsykri og slátri
30. september - Fiskiklattar með hrísgrjónum og kaldri sósu
1. október - Grænmetis-bollur með hrísgrjónum, salati og hvítlaukssósu
2. október - Pizzaveisla
3. október - Raspaður kjúklingur með kaldri sósu og steiktum kartöflum
4. október - Gúllassúpa með brauði
7. október - Pasta með skinku og pylsum, grænmeti, heitri hvítlaukssósu og hvítlauks-brauði
8. október - Fiskibollur með soðnum kartöflum, gulrótum og feiti
9. október - Slátur með kartöflum og jafningi.
10. október - Plokkfiskur með rúgbrauði og smjöri
11. október - Jarðarberja-skyr með rjómablandi, bönunum, múslí og ostaslaufu