Hjól og önnur fartæki

Ef nemandi kemur á hjóli í skólann skal hann nota hjálm og geyma hjólið í hjólagrind. Athygli er vakin á því að skólinn ber ekki ábyrgð á hjólum sem standa við skólann.

Nemendum að vori í 2. bekk og uppúr, er frjálst að koma á reiðhjólum í skólann. Vakin er athygli á hjólagrindum við íþróttahús, þar sem gott er að geyma hjólin. Nemendur eiga að nota hjálma séu þeir á hjólum í skólanum.