Skólastarf

Starfið í Nesskóla snýst um að auka víðsýni nemenda þannig að þeir verði sem best búnir undir að taka þátt í síbreytilegu nútímasamfélagi.

  • Skólinn kennir nemendum um veröldina sem við búum í þannig að þeir verði hæfari til að taka þátt í starfi samfélagsins og bæta það.
  • Skólinn okkar er menntastofnun þar sem allir fá tækifæri til að afla sér þekkingar og öðlast leikni.
  • Skólinn er uppeldisstofnun þar sem allir geta þroskast og aukið sjálfstraust og baráttuþrek sitt. 
  • Í Nesskóla geta allir nemendur átt sér griðarstað þar sem þeir geta unnið verk sín ánægðir og sáttir.

Helstu markmið skólastarfsins eru:

  • að nemendum líði vel í skólanum
  • að efla jákvætt hugarfar og virðingu nemenda gagnvart námi og skólagöngu
  • að auka markvisst ábyrgð nemenda á námi sínu 
  • að stuðla að jafnrétti þannig að allir séu virtir til jafns í leik og starfi
  • að taka tillit til ólíkra þarfa nemenda
  • að kenna nemendum almenna kurteisi og umburðarlyndi fyrir skoðunum annarra
  • að hvetja til jákvæðra samskipta heimila og skóla þar sem foreldrar taka virkan þátt í námi og starfi barna sinna
  • að stuðla að jákvæðum samskiptum við fyrirtæki og stofnanir í bæjarfélaginu
  • að stuðla að hollum lífsvenjum og heilbrigði nemenda
  • að auka skilning og ábyrgð nemenda á náttúrunni og umhverfi sínu
  • að efla frumkvæði og sköpunargleði nemenda
  • að gera námsumhverfi aðlaðandi
  • að leggja áherslu á mikilvægi umsjónarkennarans