Fréttir

Gönguferðir

Nú hafa öll stig farið í haustgöngu. Yngstastig fór að Höllustein, miðstig inn í Seldal og unglingastig upp í Stórurð. Meðfylgjandi eru myndir frá Stórurð og smá lýsing á ferðinni og yngstastigi og lýsing af þeirra ferð.
Lesa meira

Fyrirlestur Þorgríms Þráinssonar fyrir foreldra í 1. - 10. bekk

Miðvikudaginn 7.september kl. 17:00 mun Þorgrímur Þráinsson flytja fyrirlesturinn Verum ástfangin af lífinu í matsal Nesskóla. Fyrirlesturinn fjallar um að bera ábyrgð á sjálfum sér, huga að litlu hlutunum daglega, setja sér markmið og vera flottur persónuleiki — hjálpa öðrum. Nemendur í 9.og 10. bekk fá að njóta fyrirlestursins í skólanum fyrr um daginn. Foreldrum nemenda í 1. - 10. bekk er boðið á fyrirlesturinn sem tekur um 70 mínútur. Við vonumst til að sjá ykkur sem flest á miðvikudaginn. Boðið verður upp á kaffi og kleinur fyrir og eftir fyrirlesturinn. Bestu kveðjur Karen Ragnarsdóttir
Lesa meira

Netið, samfélagsmiðlar og börn - leiðbeiningar fyrir foreldra

Með þessum létta pósti viljum við minna á leiðbeiningar um netið, samfélagsmiðla og börn sem umboðsmaður barna, Persónuvernd og Fjölmiðlanefnd gáfu út í maí á þessu ári. Leiðbeiningarnar eru meðal annars ætlaðar starfsfólki í skóla- og frístundastarfi og foreldrum.
Lesa meira

Skólasetning 24.ágúst 2022

Góðan dag, í dag, miðvikudaginn 24.ágúst 2022 er skólasetning í Nesskóla kl 11:00. Þar sem verið er að vinna á skólalóðinni og því lítið um bílastæði hvetjum við því fólk til að koma gangandi. Engin bílastæði eru að ofanverðu en hægt er að leggja við íþróttahúsið.
Lesa meira

Skólasetning skólarárið 2022-2023

Vegna viðhaldsframkvæmda sem dregist hafa verður seinkun á skólasetningu Nesskóla. Í stað skólasetningar sem fyrirhuguð var á mánudag verður skólinn settur miðvikudaginn 24. ágúst kl 11:00.
Lesa meira

Gleðilegt sumar!

Starfsfólk Nesskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars Skólahald hefst að nýju 22.ágúst
Lesa meira

Sumarlokun skrifstofu Nesskóla

Skrifstofa Nesskóla er lokuð frá 13.júní - 2.ágúst.
Lesa meira

Tiltekt í Nesskóla

Það er margt sem finnst í tiltekt.
Lesa meira

Frábærir rithöfundar í Nesskóla

Það býr margur góður rithöfundurinn í Nesskóla og það sýndi sig og sannaði þegar kallað var eftir jólasmásögum í þremur aldursflokkum grunnskólans.
Lesa meira

Lokaverkefni 10.bekkjar

Í dag, miðvikudag, munu nemendur í 10.bekk kynna lokaverkefni sín.
Lesa meira