Sjálfsmatstækið Skólapúlsinn

Skólaárið 2022-2023 eru 109 nemendur í úrtaki skólans og fara mælingar fram í október 2022 og apríl 2023.

Nesskóli hóf notkun á Skólapúlsinum í janúar 2015 en könnun þessi er samtímamælingar fyrir sjálfsmat skóla. Hún er lögð fyrir nemendur í 6. -10. bekk og eru nemendur valdir af handahófi. Þeir þættir sem verið er að skoða eru: virkni  nemenda, líðan  þeirra og skóla- og bekkjarandi. Einnig er nemendum gefin kostur á að svara opnum spurningum þar sem þau eiga að lýsa því hvað sé gott og/eða slæmt við skólann.

  • Niðurstöður og úrbótaáætlun Nemendakönnunar Skólapúlsins: Verður birt í lok skólaárs '22-'23

Skólinn kannar einnig viðhorf foreldra í gegnum Foreldrakönnun Skólapúlsins en liður í því er að spyrja foreldra um gæði skólans, samskipti við skólann, virkni í skólastarfi og námið heima fyrir. Þessi könnun er lögð fyrir foreldra í febrúar ár hvert. 

Aðrar upplýsingar um Skólapúlsinn

Upplýsingarnar úr nemendalistanum eru eingöngu notaðar til að búa til líkindaúrtök skólans sem notuð eru í könnuninni. Þegar byrjað er að svara spurningalista er nafni nemandans sjálfkrafa eytt og eftir að spurningalista hefur verið svarað er þátttökukóða nemanda eytt. 

Niðurstöður eru birtar foreldrum en sem viðmiðunarreglur um marktækan mun á niðurstöðum milli ára þá telst:

  • Munur uppá 0,5 stig ekki mikill munur.
  • Munur uppá 1,0 stig telst töluverður munur.
  • Munur uppá 1,5 stig og meira telst mikill munur.