Aðventan

Aðventan er að fara vel í okkur enda mikið um að vera í desember. Veðrið hefur reyndar aðeins svikið okkur og tekið frá okkur jólasnjóinn en hann vonandi kemur aftur fyrir jól.

Yngsta stig fór á flakk, 1. og 2.bekkur fór á Hjúkrunarheimilið að syngja og í safnahúsið að skoða sig um. 3. og 4.bekkur fór í Breiðablik og sungu fyrir utan íbúðirnar. (myndir frá Klöru S. Sveinsdóttir og Helgu Ingibjörgu Gunnarsdóttir)

Breiðablik 001

Breiðablik 002

5.GJS fór á röltið um bæinn og fór með ljóð eftir Kristján Eldjárn og sungu Snjókorn falla í fyrirtækjum. Enduðu svo á kaffihúsinu og fengu sér kruðerí í Nesbæ. 6. HB og 7.EHÁ eru líka búin að brjóta upp daginn með leikjum og skemmtunn innan bekkjarstofunar.

10.VG fengu í dagatalinu sínu að fara saman í sund og skelltu þau sér í laugina í dag, föstudag. Virkilega skemmtilegt ferð og stund sem þau áttu saman. Ásamt því að vera með Fancy Friday. 9.SJG fóru í jólakahoot og 8.SHÁ í jólabingó.

Í dag, föstudag sýndi leiklistarval unglingastigs jólaleikritið Jólaskór. Komu 42 nemendur frá leikskólanum Eyrarvöllum í heimsókn til okkar til að horfa á með yngstastigi. Heppnaðist leikritið mjög vel og allir fóru sáttir í stofurnar sínar aftur. (Myndir frá Klöru S. Sveinsdóttir og Amelíu Rán Ægisdóttir)

Jólaleikrit 001

Jólaleikrit 002

Jólaleikrit 003

Jólaleikrit 004

Skólaliðar voru með uppákomu í matsalnum og settu möndlur í nokkra grauta og þeir sem voru heppnir fengu möndlugjöf. Passað var uppá að allar tegundir af grautum fengu möndlu, með mjólk, laktósafrír mjólk og mjólkurlaus grautur. Þau heppnu voru: Stella í 3.ÞEH, Íris í 6.HB og Máni Franz í 9.SJG. Það er því mjög gaman að það voru börn á öllum stigum sem fengu möndlu þrátt fyrir að leiknum hafi ekki verið stillt upp þannig. (Myndir frá Stefaníu Huld Guðmundsdóttir)

Stella

Íris

Máni Franz

Það má því með sanni segja að það sé búið að vera líf og fjör í skólanum. Í næstu viku verða svo síðustu dagarnir fyrir jólafrí sem endar á Litlu jólunum þann 20.desember næstkomandi.