Gleðilegt nýtt ár

Starfsfólk Nesskóla óskar öllum gleðilegs nýs árs og þakkar fyrir liðin ár.

Árið byrjaði rólega hjá okkur enda allir þreyttir eftir jólafríið. Það var bara hálf vika í byrjun árs sem hentaði öllum mjög vel. Í næstu viku ættu allir að vera komnir á gott ról og skólinn byrjar á fullu. Við gerum ráð fyrir að nemendur hafi fengið flottar og góðar bækur í jólagjöf og vonum að við fáum að heyra um hvað þær eru á næstu vikum enda hvetjum við alla til að lesa sem oftast sér til ánægju og gleði.