Mars að ljúka og páskafrí mætt…

Keppendur Nesskóla með umsjónakennara sínum Evu Hafdísi og nemendur á yngsta stigi í lokalagi árshát…
Keppendur Nesskóla með umsjónakennara sínum Evu Hafdísi og nemendur á yngsta stigi í lokalagi árshátíðarinnar í Ávaxtakörfunni.

Eins og öll síðustu skólaár þá er yfirleitt stútfull dagskrá í Nesskóla og það var sko ekki síður í ár frekar en síðustu ár.

Fyrst ber að nefna Kardemommubæinn sem 9.SJG sýndi fyrir fullum sal 5 sýningar. Hafa þau fengið virkilega jákvæð viðbrögð við sýningunni og erum við í Nesskóla virkilega stolt af okkar krökkum.

Kardemommubærinn

Stóra upplestrarkeppnin var haldin 13.mars í Kirkjumiðstöðinni á Eskifðirði. Sendum við í Nesskóla 3 fulltrúa í keppnina. Tvo aðalmenn og einn varamann. Voru það þau Blær Ágúst Gunnars, Júlía Fanney Jóhannsdóttir og Eva Sól Heimisdóttir sem fóru fyrir okkar hönd. Af þeim tíu sem kepptu í ár áttum við bæði fyrsta og annað sætið í keppninni og erum við virkilega montin með þann árangur. Júlía Fanney var í fyrsta sæti og Blær Ágúst í öðru sæti. Erum við mjög ánægð með umsjónakennarann þeirra hana Evu Hafdísi sem þjálfaði þau upp fyrir keppnina. Hægt er að sjá frétt um upplestrarkeppnina hérna.

Upplestrarkeppnin

 

Þann 14. mars sl. var boðað til skólaþings í Nesskóla í kjölfar þess að starfsfólk skólans hafði rýnt í niðurstöður Skólapúlsins og Íslensku æslulýðsrannsóknarinnar.
Niðurstöður þessara kannana gáfu m.am tilefni til að staldra við og rýna í hvað hægt væri að gera til að bregðast við slöku sjálfsmati nemenda, þrautsegju þeirra og trú þeirra á eigin getu. Þá þótti skynsamlegt til að leita til nærsamfélags barnanna; að hlusta á raddir barnanna sjálfra, forsjáraðila þeirra og starfsmanna íþrótta- og tómstundastarfs á svæðinu og þeir aðilar því boðaðir til skólaþings.
Þær spurningar sem lagðar voru fram á þinginu voru:
1) Hvað getum við gert til að efla sjálfstraust nemenda?
2) Hvað getum við gert til að efla trú á eigin getu nemenda?
3) Hvað getum við gert til að efla þrautsegju nemenda?
Hverri spurning var svo svarað út frá hlutverki skóla, foreldra og barna.
Starfsfólk skólans vinnur nú að aðgerðaáætlun úr niðurstöðunum þingsins og verður hún send öllum hlutaðeigandi í tölvupósti þegar hún liggur fyrir.
Starfsfólk Nesskóla er afar ánægt með hversu vel tókst með framkvæmd skólaþingsins og er það von okkar að samtalið og samvinnan skili góðum árangri, til skemmri og lengri tíma.

Við viljum þakka öllum þeim sem mættu til þingsins fyrir þeirra framlag og hlökkum til að útfæra niðurstöður þingsins í okkar daglega starf og vonum að svo sé með okkur öll.

Stefnt er að því að halda skólaþing að nýju á næsta skólaári og verður samvinnunni þá áframhaldið og stoðir samfélagsins okkar styrktar enn frekar með samtali og framþróun.

Skolaþing

Sama dag og skólaþing var haldið héldu unglingarnir Góugleði. Þemað í ár var Hawaii og mættu öll sumarleg á hátíðina. Borðað var góður matur og skemmtiatriði sem bekkirnir voru með og nemendaráð. Nemendaráð heldur utan um þessa skemmtun og leggur á sig mikla vinnu ár hvert við að undirbúa viðburðinn. Þau búa til nýja texta við lög, eða semja lögin sjálf, búa til video og gera létt grín af samnemendum og starfsfólki skólans og skrifa annál um það sem hefur gerst innan bekkjarins yfir veturinn. Alltaf skemmtileg og hátíðleg stund hjá unglingastiginu.

Góugleði

Nýjasti viðburðurinn er samt árshátíð hjá yngsta stigi. Sýndi stigið leikritið Ávaxtakarfan eftir Kristlaug Maríu Sigurðardóttur. Skiptu bekkirnir á milli sín senum og sungu eða dönsuðu við lögin. 1.KSS byrjaði sýninguna með því að segja okkur hvað þau vildu gera þegar þau eru orðin stór og sungu lagið Litir sem opnaði á Ávaxtakörfuna. Eru árshátíðarnar alltaf stór viðburður í skólanum og erum við virkilega ánægð með hvað tekst alltaf vel til og hvað starfsfólkið okkar hefur mikinn metnað í að gera góða sýningu. Næsta árshátíð er hjá miðstigi og verður hún 18.apríl og verður auglýst síðar.

Árshátíð YS

5.GJS fór í göngutúr í gær og hengdi upp páskakveðjur út um allan bæ og eru þær eftir að gleðja einhverja kveðjurnar frá þeim yfir páskana. Virkilega skemmtileg hugmynd hjá þeim.

Páskakveðja

Við óskum öllum gleðilegra páska og sjáumst við aftur þriðjudaginn 2.apríl samkvæmt stundatöflu.