Skólastefna Fjarđabyggđar

Skólastefna Fjarđabyggđar - Grunnskólar Grunnskólar Fjarđabyggđar og ađrir skólar, sem eru reknir fyrir fé úr bćjarsjóđi eru ţjónustustofnanir

Skólastefna Fjarđabyggđar

Skólastefna Fjarðabyggðar - Grunnskólar

Grunnskólar Fjarðabyggðar og aðrir skólar, sem eru reknir fyrir fé úr bæjarsjóði eru þjónustustofnanir við bæjarbúa. Lög, reglugerðir og aðalnámskrá grunnskóla marka rammann um starfið ásamt ákvörðunum bæjaryfirvalda. Innan rammans hafa skólarnir frjálsar hendur um skipulag og framkvæmd skólastarfs. Hlutverk sveitarfélagsins er að marka stefnu, hafa eftirlit með starfinu og ráðstöfun fjármagns sem sveitarfélagið leggur til.

Leiðarljós um grunnskóla

 •  Að grunnskólar sveitarfélagsins séu í hópi bestu skóla. Sett hafa verið viðmið sem skólar geta haft til samanburðar.
 • Að faglegur metnaður móti allt skólastarf og þá þjónustu sem sveitarfélagið veitir skólunum.
 • Að grunnskólinn sé lifandi miðstöð í hverfinu og í virkum tengslum við umhverfi sitt - náttúru, atvinnulíf og menningu í sveitarfélaginu.
 • Að vægi skólastarfs í sveitarfélaginu aukist og stuðlað sé að jákvæðum viðhorfum til grunnskólans, meðal annars með útgáfu kynningarefnis og tengslum skóla við nánasta umhverfi sitt.
 • Að allir nemendur njóti alhliða menntunar við hæfi hvers og eins og fái hvatningu til náms í samræmi við þroska sinn og áhuga, samanber áherslur í grunnskólalögum.
 • Að vinnudagur nemenda í skólunum skiptist með ákveðnum hætti í bóklegt nám, verklega þjálfun og iðkun lista og tómstundastarfs.
 • Að grunnskólanámið sé grunnur að símenntun allra nemenda allt lífið.
 • Að samhugur ríki milli nemenda, starfsfólks og sveitarfélagsins.
 • Að grunnskólarnir leggi rækt við almenna heilsurækt, jafnt andlega sem líkamlega.
 • Að nemendur fái árlega tækifæri til að taka þátt í þemanámi, þar sem fram fari þverfagleg vinna við afmörkuð viðfangsefni.
 • Að grunnskólarnir verði þannig útbúnir að þar verði hægt að bjóða upp á máltíð, lengda viðveru, tónlistarnám og námsaðstöðu á skólasafni.

 

Skólastefna Fjarðabyggðar Viðmið

  Stefnumörkun og forysta
í góðum skóla 

-
er siglt en ekki látið berast með straumi.
- hafa stjórnendur og aðrir starfsmenn skýra sýn.
- eru sett markmið sem hafa áhrif á vinnubrögð og atferli allra í skólanum.
- er starfað eftir ígrundaðri skólastefnu sem er síbreytileg og í takt við samfélagsþróunina og birtist í    skólanámskrá.
- vita allir sem vinna í skólanum, nemendur og starfsfólk, hvers konar vinnu og framkomu er vænst af þeim.
- er agi og festa í skólastarfinu.
- finna starfsmenn stuðning fræðsluyfirvalda.


Lærdómsumhverfi
í góðum skóla

- er allt starfsfólk samstíga og vinnur saman að stefnumörkun og forgangsröðun.
- er uppbyggjandi andrúmsloft þar sem metnaður ríkir og virðing er borin fyrir hverjum og einum.
- er skólaumhverfið hlýlegt og aðlaðandi fyrir alla þá sem tengjast skólanum.
- er tími vel nýttur.
- finna foreldrar sig velkomna í skólann og að aðstoð þeirra sé vel þegin og hafi gildi.
- er virkt upplýsingaflæði milli allra þeirra sem tengjast viðkomandi skóla.
- beita kennarar mismunandi kennsluaðferðum, í átt til góðs árangurs, allt eftir stöðu nemenda, aðstæðum og    námsefni á hverjum tíma.
- er stöðugleiki í starfsmannahaldi.

Nemendur
í góðum skóla

- finna nemendur að kennarar hafa miklar væntingar til þeirra um námsárangur og gera til þeirra kröfur.
- ríki gagnkvæmur hlýhugur og umhyggja milli nemenda og starfsfólks.
- vita nemendur um ábyrgð sína og skyldur.
- þekkja nemendur reglur um umgengni og vinnubrögð og fara eftir þeim.
- vinna nemendur af metnaði með jákvæða framtíðarsýn.

Mat á árangri
í góðum skóla

- er vinnusemi og frammistaða nemenda sífellt metin á kerfisbundinn hátt.
- meta starfsmenn árangur starfsins með reglubundnum hætti.
- endurskoða starfsmenn vinnubrögð sín og starfshætti reglulega.
- er vinnusemi og frammistaða nemenda sífellt metin á kerfisbundinn hátt. - meta starfsmenn árangur starfsins með reglubundnum hætti. - endurskoða starfsmenn vinnubrögð sín og starfshætti reglulega.

Símenntun
í góðum skóla

- fræðir starfsfólk hvert annað.
- á starfsfólk kost á og nýtir sér símenntunartilboð.
- fræðir starfsfólk hvert annað. - á starfsfólk kost á og nýtir sér símenntunartilboð.

Samskipti og samhugur
í góðum skóla

- er vilji til að vinna með nemendum og starfsmönnum annarra skóla.
- leggja nemendur og starfsmenn metnað í að taka vel á móti nemendum og starfsmönnum annarra skóla og sýna hlýhug og skyldurækni í samskiptum.
- bera nemendur og starfsmenn saman bækur sínar og vinna saman að líkum hugðarefnum.
- er góð samvinna við leik– og framhaldsskóla um viðtöku nýrra nemenda.

Heilsurækt 
í góðum skóla

- er hrósað og leiðbeint með því markmiði að styrkja sjálfsálit og sjálfstraust.
- er leiðbeint og lögð rækt við hollar lífsvenjur.
- kappkosta nemendur og starfsmenn að gera frímínútur að öruggum tíma og skemmtilegum.
- er reglulega könnuð líðan og væntingar nemenda og starfsmanna.
- líðst ekki einelti.

Þemanám
í góðum skóla

- fá nemendur tækifæri til að takast á við þverfaglega vinnu á hverju skólaári.
- eru nemendur og starfsmenn skólans viljugir að setja upp sýningar og vera með uppákomur fyrir bæjarbúa.
- fá nemendur tækifæri til að takast á við þverfaglega vinnu á hverju skólaári.
- eru nemendur og starfsmenn skólans viljugir að setja upp sýningar og vera með uppákomur fyrir bæjarbúa.

Húsnæði - aðstaða
í góðum skóla

- eiga nemendur og starfsmenn kost á máltíð í skólanum.
- eiga nemendur kost á að sækja tónlistarnám og flétta það almennu grunnskólanámi.
- býðst foreldrum að hafa nemendur í 1. – 4. bekk í lengdri viðveru.
- er nemendum í 5. – 10. bekk boðið upp á aðstoð við heimanám.
- er fjölbreytt og gott skólasafn með lestrarsal.
- er góð vinnuaðstaða fyrir starfsmenn, gott nemendarými og vel útbúin skólalóð.
- eiga nemendur og starfsmenn kost á máltíð í skólanum.
- eiga nemendur kost á að sækja tónlistarnám og flétta það almennu grunnskólanámi.
- býðst foreldrum að hafa nemendur í 1. – 4. bekk í lengdri viðveru.
- er nemendum í 5. – 10. bekk boðið upp á aðstoð við heimanám.
- er fjölbreytt og gott skólasafn með lestrarsal.
- er góð vinnuaðstaða fyrir starfsmenn, gott nemendarými og vel útbúin skólalóð.