Um skólann

Nesskóli Neskaupstað

Skólavegur 9

740 Neskaupstaður


Sími: 477 - 1124

Netfang: ritarinesskola@skolar.fjardabyggd.is

Helstu upplýsingar


Skólastjóri er Karen Ragnarsdóttir Malmquist


Aðstoðarskólastjóra er
Þórfríður Soffía Þórarinsdóttir


Deildarstjóri stoðþjónustu er
Magna Júlíana Oddsdóttir


Móttaka og ritari skrifstofu: Jóhanna Jónasdóttir skólaritari


Skólahúsnæði og skrifstofa skólans er opin frá kl.07:45 og lokar kl.13:00 mánudaga til föstudaga.


Ritstjórar vefsíðu eru skólastjórnendur.


Nemendur skólaárið 2025-2026 eru um 200 og starfsmenn eru um 40.


Skólastarfsemi


Gildin okkar

Viska - Virðing - Vinátta

Í Nesskóla móta gildin viska, virðing og vinátta allt skólastarf. Viska felur í sér þekkingu og vitsmuni sem nýtast nemendum til framtíðar. Virðing birtist í kurteisum samskiptum, réttlæti og umhverfisskynsemi þar sem allir fá að njóta sín. Vinátta ræður ríkjum í jákvæðu, hlýju og öruggu samfélagi þar sem börn sýna umhyggju og styðja hvert annað. Gildin endurspeglast í skólabrag, samskiptum, kennslu og daglegu lífi og skapa þannig umhverfi sem styrkir velferð, sjálfstraust og nám allra nemenda.