Vinasel

Nemendur 1. – 4. bekkjar skólans eiga þess kost að koma á skóladagheimilið að loknum skóla og dvelja fram eftir degi. Þannig getur lengsta dvöl þar orðið frá 13:00 - 16:25.

Margir krakkar nýta sér þessa þjónustu og eru á Vinaseli í góðu yfirlæti við leiki og störf.

Fastir starfsmenn eru þeir: Forstöðumaður er Barbara Szulc og Yousif Luay George George.

Einnig erum við í samstarfsverkefni með 10. bekk sem koma og starfa á Vinaselinu.


Símanúmer Vinasels er: 8399004


Netfang Vinasels er: vinasel@skolar.fjardabyggd.is


Opnað hefur verið fyrir umsóknir í frístund fyrir nemendur í 1. til 4. bekk fyrir skólaárið 2025–2026.


Nú er verið að taka upp nýtt skráningarkerfi sem kallast Vala. Kerfið er hannað sem sjálfsafgreiðslukerfi, sem þýðir að foreldrar geta sjálfir:

  • sótt um vistun,
  • óskað eftir breytingum á dvöl,
  • og sagt upp dvöl barns í frístund.


Sótt er um í gegnum umsóknarkerfið Vala frístund.

  • Smelltu á lásinn efst í hægra horninu og veldu ‘’VETUR’’.
  • Skráðu þig inn með rafrænum skilríkjum.
  • Veldu eftirfarandi:
  • Sveitarfélag: Fjarðabyggð
  • Smelltu á „Sækja um vistun“
  • Fylltu út viðeigandi upplýsingar.
  • Sækja um.
  • Boð um vistun verður sent í tölvupósti þegar umsókn hefur verið afgreidd.
  • Þetta verður gert um miðjan ágúst. Foreldrar þurfa að samþykkja boðið til að staðfesta vistun barnsins.


Foreldrar eru hvattir til að sækja um sem fyrst svo hægt sé að tryggja nægilega mönnun á frístundaheimilinu miðað við fjölda barna sem sækja um.


Ef þið þurfið aðstoð við skráningu, ekki hika við að hafa samband:

Hildur S. Jóhannsdóttir

Deildarstjóri frístunda barna og unglinga

hildur.johannsdottir@fjardabyggd.is

s: 858-9057