Fréttir & tilkynningar
Hvað er nú að frétta í skólanum

Eftir Karen
•
2. maí 2025
Nemendur í 7.-10. bekk eru þessa dagana að taka þátt í afar mikilvægu og áhugaverðu námskeiði um heilbrigð samskipti sem Aflið stendur fyrir. Fyrsti hluti námskeiðsins fór fram 29. og 30. apríl og hefur þegar vakið mikla athygli og áhuga meðal nemenda. Framhaldið er svo væntanlegt 6. og 7. maí þar sem enn frekar verður kafað í þessi mikilvægu málefni.
Eftir Karen
•
20. janúar 2025
Hér með er tilkynnt að eðlilegt skólahald verður þriðjudaginn 21. janúar.
Vinsamlegast athugið eftirfarandi:
- Enginn skólabíll verður á ferðinni að morgni
- Við hvetjum alla til að fara með sérstakri varúð í umferðinni
- Ef breytingar verða á skólahaldi verða þær birtar á heimasíðu skólans að morgni þriðjudags
⭕️Mikilvægt er að fylgjast með tilkynningum á heimasíðu skólans fyrir klukkan 8:00 að morgni þriðjudags.⭕️

Eftir Karen
•
23. apríl 2024
Hjólum skal leggja í hjólagrindur eða við grindverk og læsa. Hjólin má ekki nota á skólatíma. Nemendur bera sjálfir ábyrgð á hjólum sínum og búnaði. Nauðsynlegt er að nemendur noti hjálma og eru foreldrar beðnir um að ganga eftir því við sín börn að það sé gert. Eins er mikilvægt að gá til veðurs og aðgæta færð og birtuskilyrði. 1. bekkur Samkvæmt umferðarlögum mega börn yngri en 7 ára ekki hjóla ein á akbraut. Þar af leiðandi getur skólinn ekki mælt með að nemendur í fyrsta bekk komi á hjóli í skólann nema í fylgd fullorðinna. 2. – 4. bekkur Nemendum í þessum bekkjum er heimilt að hjóla í skólann samkvæmt umferðarlögum. Æskilegt er að yngri nemendur séu í fylgd eldri einstaklinga. Ákvörðun er foreldra og á ábyrgð þeirra. 5. – 10. bekkur Nemendum í þessum bekkjum er heimilt að koma á hjólum í skólann. Reiðhjólum skal leggja í hjólagrindur eða við grindverk og læsa. Reiðhjólin má ekki nota á skólatíma (á einnig við um frímínútur). Nemendum er þó heimilt að nota hjólin til að fara til og frá sundlaug. Nemendur bera sjálfir ábyrgð á hjólum sínum.

Eftir Karen
•
19. febrúar 2024
Unnar hafa verið sérstakar verklagsregur um skólasókn nemenda í grunnskólum Fjarðabyggðar. Tilgangurinn með að setja verklagsreglur um skólasókn er að skýra verklag í kringum skólasókn nemenda, s.s. skráningu leyfa, veikinda og fjarvista og samræma viðbrögð ef skólasókn er ábótavant og tryggja að gripið verði fljótt til forvarna svo koma megi í veg fyrir skólaforðun.