Leyfi nemenda
Öllum börnum, að jafnaði á aldrinum 6-16 ára, er skylt að sækja grunnskóla skv. lögum um grunnskóla nr91/2009 með síðari breytingum. Skv.sömu lögum er sveitarfélögum skylt að sjá til þess að skólaskyld börn sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu, og börn sem hefur verið ráðstafað í fóstur til fósturforeldra, sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu, njóti skólavistar eftir því sem nánar segir í grunnskólalögum.
Vinsamlega fyllið út rafrænt eyðublað fyrir skólavist hér fyrir neðan
Beiðni um leyfi nemanda lengur en í 2 daga
Foreldrar/forráðamenn þurfa að skila undirritaðri beiðni um leyfi sem stendur lengur en 2 daga fyrir börn sín til umsjónarkennara/ritara a.m.k. viku fyrir áætlað leyfi.
Til athugunar!
Í 15. grein laga um grunnskóla nr. 91 frá 2008 segir:
“Sæki foreldrar skólaskylds barns um tímabundna undanþágu þess frá skólasókn í einstökum námsgreinum eða að öllu leyti er skólastjóra heimilt að veita slíka undanþágu telji hann til þess gildar ástæður. Foreldrar skulu þá sjá til þess að nemandinn vinni upp það sem hann kann að missa úr námi meðan á undanþágu stendur.”
Undirritaður forráðamaður hefur kynnt sér og er samþykkur ofangreindum skilyrðum.
Umsókn um leyfi
Takk fyrir umsóknina. Við munum vinna umsókn þína og hafa samband við næstu skref.
Oops, eitthvað fór úrskeiðis, reyndu aftur eð a hafðu samband við skólann.