Erasmus+
Skólaárið 2017 - 2018
Skólaárið 2017 - 2018 er fyrsta árið sem Nesskóli tók þátt í samstarfsverkefnum Erasmus+. Verkefnið byrjaði á því að Eysteinn Þór Kristinsson fór á tengslaráðstefnu þar sem hann hitti einstaklinga frá Danmörk, Eistlandi og Lettlandi. Úr varð að þau útbjuggu verkefnið STEM. Árgangur 2003 tók þátt í þessu verkefni ásamt hluta af árgangi 2004. Nemendur skiptust á að fara til þessara landa og fóru í allskyns verkefni sem tengjast STEM. STEM er alþjóðleg skammstöfun og stendur fyrir fræðagreinar á sviði verkfræði, stærðfræði, raunvísinda og náttúruvísinda. Verkefnið var yfir tvö skólaár með yfirumsjón frá Eistlandi.
Sama skólaár fóru þrír kennarar til Florens á Ítalíu á námskeið í smáforritagerð.

