Upptakturinn

Ókeypis tónsmiðja fyrir ungmenni í Studio Silo á Stöðvarfirði sem fer fram dagana 8 – 9 febrúar 2025. Skráning til 21 janúar með hugmynd af lagi eða tónverki á menningarstofafjardabyggd.is. Í þetta sinn munu Bella Podpadec bresku tónlistarkvári sem er búsett á Seyðisfirði, Jón Hilmar norðfirskum tónlistarmanni & Salóme Katrín upprennandi tónlistarkona frá Ísafirði leiða Upptaktinn á Austurlandi þar sem unnið verður markvisst úr innsendum hugmyndum.

Eina skilyrði til þátttöku er að ungmenni séu í 5 – 10 bekk og búsett á Austurlandi. Skila má tónsmíð inn sem MP3/Wav/Myndbandi eða lagatextum á word skjali eða mynd af handskrifuðum tillögum á menningarstofa@fjardabyggd.is. Með þátttöku eiga ungmennin kost á því að vera valin til þess að taka þátt í Upptakturinn í Reykjavík sem mun fara fram 11 apríl. Þátttakendur eiga því möguleika á því að vinna sér ferð og gistingu til að taka þátt í honum í Reykjavík ásamt forráðamanni.

Eftir Karen Ragnarsdóttir 18. júní 2025
Nesskóli fær styrk til að efla forritun
Eftir Karen 2. maí 2025
Nemendur í 7.-10. bekk eru þessa dagana að taka þátt í afar mikilvægu og áhugaverðu námskeiði um heilbrigð samskipti sem Aflið stendur fyrir. Fyrsti hluti námskeiðsins fór fram 29. og 30. apríl og hefur þegar vakið mikla athygli og áhuga meðal nemenda. Framhaldið er svo væntanlegt 6. og 7. maí þar sem enn frekar verður kafað í þessi mikilvægu málefni.
Eftir Karen 29. apríl 2025
Skólinn okkar hefur náð frábærum árangri og staðist úttekt Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri (MSHA) með glans! Við erum nú opinberlega viðurkenndur Byrjendalæsisskóli, sem er gríðarlega mikilvægur áfangi í sögu skólans okkar!