Upptakturinn

Ókeypis tónsmiðja fyrir ungmenni í Studio Silo á Stöðvarfirði sem fer fram dagana 8 – 9 febrúar 2025. Skráning til 21 janúar með hugmynd af lagi eða tónverki á menningarstofafjardabyggd.is. Í þetta sinn munu Bella Podpadec bresku tónlistarkvári sem er búsett á Seyðisfirði, Jón Hilmar norðfirskum tónlistarmanni & Salóme Katrín upprennandi tónlistarkona frá Ísafirði leiða Upptaktinn á Austurlandi þar sem unnið verður markvisst úr innsendum hugmyndum.

Eina skilyrði til þátttöku er að ungmenni séu í 5 – 10 bekk og búsett á Austurlandi. Skila má tónsmíð inn sem MP3/Wav/Myndbandi eða lagatextum á word skjali eða mynd af handskrifuðum tillögum á menningarstofa@fjardabyggd.is. Með þátttöku eiga ungmennin kost á því að vera valin til þess að taka þátt í Upptakturinn í Reykjavík sem mun fara fram 11 apríl. Þátttakendur eiga því möguleika á því að vinna sér ferð og gistingu til að taka þátt í honum í Reykjavík ásamt forráðamanni.

Eftir Þórfríður Soffía Þórarinsdóttir 19. desember 2025
Gleðiríkur desember og jólahátíð í skólanum að baki
Eftir Þórfríður Soffía Þórarinsdóttir 19. desember 2025
Stebba Huld lætur af störfum eftir 35 ára starf
Eftir Þórfríður Soffía Þórarinsdóttir 14. nóvember 2025
Dagur íslenskrar tungu og vasaljósadagur