Nóvember og aðventan í fullum gangi

Í nóvember fengum við góða heimsókn frá Landanum, sem ræddi um veðurstöðina okkar. Þátturinn var sýndur fyrir stuttu og vekur hann mikla athygli. Við erum mjög stolt af jákvæðri umfjöllun um skólann okkar, sem undirstrikar fjölbreytt og áhugavert starf sem fer fram hér daglega. Þáttinn má nálgast hér 

Slökkvilið Fjarðabyggðar leit einnig við í 3. GS og fræddi nemendur um brunavarnir. Þessar heimsóknir eru ávallt mikilvægur og skemmtilegur hluti af starfinu okkar, enda frábært að fá þessa heimsókn ár hvert.

Aðventustemningin er komin á fullt, og skólinn er allur að skarta sínu fínasta í jólabúningi. Jólaskreytingar prýða nú þegar víða í skólanum og setja svip sinn á daglegt líf. Í desember mun Tónskólinn sjá um lifandi tónlist í andyri skólans, eins og í fyrra. Fyrsti tónlistarflutningurinn var mánudaginn, 2.desember, þegar Eva í 3. GS, ásamt kennara sínum Noémi, spilaði á píanó. Fallegir tónar fylltu andyrið og glöddu bæði nemendur og starfsfólk á leið í skólann.

Við minnum á rauðan dag á morgun, miðvikudag, og hlökkum til að njóta aðventunnar með ykkur öllum.

Eftir Karen Ragnarsdóttir 18. júní 2025
Nesskóli fær styrk til að efla forritun
Eftir Karen 2. maí 2025
Nemendur í 7.-10. bekk eru þessa dagana að taka þátt í afar mikilvægu og áhugaverðu námskeiði um heilbrigð samskipti sem Aflið stendur fyrir. Fyrsti hluti námskeiðsins fór fram 29. og 30. apríl og hefur þegar vakið mikla athygli og áhuga meðal nemenda. Framhaldið er svo væntanlegt 6. og 7. maí þar sem enn frekar verður kafað í þessi mikilvægu málefni.
Eftir Karen 29. apríl 2025
Skólinn okkar hefur náð frábærum árangri og staðist úttekt Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri (MSHA) með glans! Við erum nú opinberlega viðurkenndur Byrjendalæsisskóli, sem er gríðarlega mikilvægur áfangi í sögu skólans okkar!