Kvennaverkfall - Föstudaginn 24. október

Kvennaverkfall - Föstudaginn 24. október

Í ár eru 50 ár liðin frá kvennaverkfalli árið 1975. Af því tilefni hafa samtök kvenna, launafólks og fleiri hagsmunahópar boðað til samstöðufunda víða um land og mun sameiginlegur samstöðufundur á Austurlandi að þessu sinni vera á Egilsstöðum.

Fjarðabyggð styður jafnréttisbaráttu kvenna og kvár og hvatti bæjarráð á dögunum stjórnendur til að leita allra leiða til að konur og kvár geti lagt niður störf og tekið þátt í skipulagðri dagskrá þennan dag án skerðingar á launum.

Þetta mun óhjákvæmilega hafa áhrif á þjónustu sveitarfélagsins, og mun þjónusta skerðast eða vera með breyttu sniði að einhverjum eða öllu leyti þennan dag í flestum stofnunum.

Vegna þessara aðgerða mun eftirfarandi stofnanir þurfa að loka:

Engin starfsemi mun verða í grunnskólum Fjarðabyggðar eftir kl. 13:00
Engin starfsemi mun verða í leikskólum sveitarfélagsins eftir kl. 14:00
Skólafrístundir verða lokaðar á öllum stöðum.

Áhrifa af þessum aðgerðum mun einnig gæta í öðrum stofnunum, en ekki mun koma til frekari lokana enda hluti af þjónustu og starfsemi sveitarfélagsins með þeim hætti að ekki er hægt að leggja hana alfarið niður, til að tryggja að velferð, öryggi og heilsu fólks sé ekki stefnt í hættu.

Eftir Þórfríður Soffía Þórarinsdóttir 16. október 2025
This is a subtitle for your new post
Eftir Þórfríður Soffía Þórarinsdóttir 5. september 2025
Miklar breytingar og kveðjustund í upphafi skólaárs
Eftir Karen Ragnarsdóttir 18. júní 2025
Nesskóli fær styrk til að efla forritun