Haustið á fullri ferð í skólanum

This is a subtitle for your new post

Haustið er komið á fullt í skólanum og nemendur hafa notið fjölbreyttra viðburða sem hafa skapað gott andrúmi og ógleymanlegar stundir. Meðal helstu uppákoma haustdaganna má nefna Fjölgreindaleikana, haustgöngur um náttúru Austurlands og Erasmusferðir sem verða kynntar sérstaklega síðar.

Fjölgreindaleikarnir gengu framar björtustu vonum. Á leikunum blandast nemendur úr 1. til 10. bekkjar saman í fjölbreytta hópa þar sem allir fá tækifæri til að kynnast hvor öðrum þvert á aldurshópa. Nemendur á unglingastigi taka að sér hlutverk hópstjóra og bera ábyrgð á því að allir séu á réttum stað og að enginn verði útundan í hópnum. Þetta fyrirkomulag styrkir félagslega færni nemenda og kennir þeim ábyrgð og samvinnu. Starfsfólk skólans stendur að fjölbreyttum stöðvum út um allan skólann, á útisvæðum og í íþróttahúsinu, og nemendur fá tækifæri til að prófa krafta sína í ólíkum verkefnum sem höfða til margvíslegra hæfileika.

Haustgöngurnar voru ekki síður ánægjulegar og veittu nemendum tækifæri til að njóta þess glæsilega sem náttúran hefur uppá að bjóða. Unglingastig lagði af stað í Stórurð í miklu ævintýri þar sem veðrið reyndi á þrautseigju og samheldni hópsins. Þrátt fyrir krefjandi veðurskilyrði náðu allir nemendur að komast inn í urðirnar og slógu sennilega hraðamet í göngum á þessum vinsæla stað. Miðstig gekk upp á Lolla og dagurinn endaði í hlýlegum varðeld sem Jón Aðalsteinn undirbjó fyrir hópinn. Yngsta stig fór að Höllustein og endaði sína göngu í Seldal þar sem börnin fá tækifæri til að njóta náttúrunnar og styrkja félagslega samheldni.

Erasmusferðirnar verða kynntar í sérfrétt þar sem nemendur og starfsfólk fá tækifæri til að deila reynslu sinni af alþjóðlegum samskiptum og menningarskiptum. Þessar ferðir veita nemendum ómetanlega reynslu og víkka sjóndeildarhringinn.

Skólastarfið er á fullu í skólanum og allt virðist vera komið á gott ról eftir hressilegan byrjun á skólaárinu. Haustið hefur sannarlega boðið upp á magnað upphaf skólaársins og við hlökkum til fleiri spennandi verkefna og viðburða í framhaldinu.

Eftir Þórfríður Soffía Þórarinsdóttir 5. september 2025
Miklar breytingar og kveðjustund í upphafi skólaárs
Eftir Karen Ragnarsdóttir 18. júní 2025
Nesskóli fær styrk til að efla forritun
Eftir Karen 2. maí 2025
Nemendur í 7.-10. bekk eru þessa dagana að taka þátt í afar mikilvægu og áhugaverðu námskeiði um heilbrigð samskipti sem Aflið stendur fyrir. Fyrsti hluti námskeiðsins fór fram 29. og 30. apríl og hefur þegar vakið mikla athygli og áhuga meðal nemenda. Framhaldið er svo væntanlegt 6. og 7. maí þar sem enn frekar verður kafað í þessi mikilvægu málefni.