Veðurstöð á þaki Nesskóla.

Í gær, fimmtudaginn 24. október var sett upp veðurstöð á þaki skólans og stór skjár hengdur upp í andyrinu þar sem krakkarnir geta séð veðrið þegar þau klæða sig út í frímínútur.
Veðurstofa Norðfjarðar með Hlyni Sveinssyni í fararbroddi sá um þetta verkefni í samstarfi við SÚN sem fjármagnaði kaup á búnaði.

Vinna við uppsetningu var unnin í sjálboðavinnu með diggri aðstoð Brynjars Arnars Rúnarssonar. Í samtali við Hlyn kemur fram að hann vonist til að auka “veðurvitund” krakkana og almennan áhuga á veðri með þessu framtaki sínu. Hann þakkar SÚN kærlega fyrir stuðningin til að gera þetta verkefni að veruleika.

Hægt er að fylgjast með veðurstöðinni hérna, heimasíðu Nesskóla og á heimasíðu Hlyns en þar eru allar veðurstöðvar Norðfjarðar á einum stað.

Þökkum við Hlyni og SÚN fyrir þess frábæru gjöf sem mun nýtast okkur vel.

+

 

Eftir Þórfríður Soffía Þórarinsdóttir 19. desember 2025
Gleðiríkur desember og jólahátíð í skólanum að baki
Eftir Þórfríður Soffía Þórarinsdóttir 19. desember 2025
Stebba Huld lætur af störfum eftir 35 ára starf
Eftir Þórfríður Soffía Þórarinsdóttir 14. nóvember 2025
Dagur íslenskrar tungu og vasaljósadagur