Veðurstöð á þaki Nesskóla.

Í gær, fimmtudaginn 24. október var sett upp veðurstöð á þaki skólans og stór skjár hengdur upp í andyrinu þar sem krakkarnir geta séð veðrið þegar þau klæða sig út í frímínútur.
Veðurstofa Norðfjarðar með Hlyni Sveinssyni í fararbroddi sá um þetta verkefni í samstarfi við SÚN sem fjármagnaði kaup á búnaði.

Vinna við uppsetningu var unnin í sjálboðavinnu með diggri aðstoð Brynjars Arnars Rúnarssonar. Í samtali við Hlyn kemur fram að hann vonist til að auka “veðurvitund” krakkana og almennan áhuga á veðri með þessu framtaki sínu. Hann þakkar SÚN kærlega fyrir stuðningin til að gera þetta verkefni að veruleika.

Hægt er að fylgjast með veðurstöðinni hérna, heimasíðu Nesskóla og á heimasíðu Hlyns en þar eru allar veðurstöðvar Norðfjarðar á einum stað.

Þökkum við Hlyni og SÚN fyrir þess frábæru gjöf sem mun nýtast okkur vel.

+

 

Eftir Þórfríður Soffía Þórarinsdóttir 14. nóvember 2025
Dagur íslenskrar tungu og vasaljósadagur
Eftir Þórfríður Soffía Þórarinsdóttir 23. október 2025
Kvennaverkfall - Föstudaginn 24. október
Eftir Þórfríður Soffía Þórarinsdóttir 16. október 2025
This is a subtitle for your new post