Veðurstöð á þaki Nesskóla.

Í gær, fimmtudaginn 24. október var sett upp veðurstöð á þaki skólans og stór skjár hengdur upp í andyrinu þar sem krakkarnir geta séð veðrið þegar þau klæða sig út í frímínútur.
Veðurstofa Norðfjarðar með Hlyni Sveinssyni í fararbroddi sá um þetta verkefni í samstarfi við SÚN sem fjármagnaði kaup á búnaði.

Vinna við uppsetningu var unnin í sjálboðavinnu með diggri aðstoð Brynjars Arnars Rúnarssonar. Í samtali við Hlyn kemur fram að hann vonist til að auka “veðurvitund” krakkana og almennan áhuga á veðri með þessu framtaki sínu. Hann þakkar SÚN kærlega fyrir stuðningin til að gera þetta verkefni að veruleika.

Hægt er að fylgjast með veðurstöðinni hérna, heimasíðu Nesskóla og á heimasíðu Hlyns en þar eru allar veðurstöðvar Norðfjarðar á einum stað.

Þökkum við Hlyni og SÚN fyrir þess frábæru gjöf sem mun nýtast okkur vel.

+

 

Eftir Karen Ragnarsdóttir 18. júní 2025
Nesskóli fær styrk til að efla forritun
Eftir Karen 2. maí 2025
Nemendur í 7.-10. bekk eru þessa dagana að taka þátt í afar mikilvægu og áhugaverðu námskeiði um heilbrigð samskipti sem Aflið stendur fyrir. Fyrsti hluti námskeiðsins fór fram 29. og 30. apríl og hefur þegar vakið mikla athygli og áhuga meðal nemenda. Framhaldið er svo væntanlegt 6. og 7. maí þar sem enn frekar verður kafað í þessi mikilvægu málefni.
Eftir Karen 29. apríl 2025
Skólinn okkar hefur náð frábærum árangri og staðist úttekt Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri (MSHA) með glans! Við erum nú opinberlega viðurkenndur Byrjendalæsisskóli, sem er gríðarlega mikilvægur áfangi í sögu skólans okkar!