Fréttatilkynning – Nesskóli fær styrk til að efla forritun og sköpun hjá nemendum

Nesskóli fær styrk til að efla forritun

Nesskóli hefur með stolti hlotið 200.000 kr. styrk frá Forritarar framtíðarinnar – styrktarsjóði á vegum Forritarar.is, sem hefur það að markmiði að styðja við forritunarmenntun barna og ungmenna um allt land.

Með þessum styrk mun Nesskóli fjárfesta í Artie 3000, forritanlegum róbót sem nemendur stýra með því að skrifa einfaldan kóða – og róbótinn svarar með því að teikna myndir! Með því að tengja listsköpun og forritun ætlum við að styrkja skapandi hugsun, lausnaleit og tæknilæsi á nýstárlegan og aðgengilegan hátt.

Auk þess verður keypt block-based coding student activity set for Scratch, sem býður upp á skjálausa forritun fyrir yngri nemendur. Þetta set nýtist einkar vel til að kynna grunnhugtök forritunar á snertanlegan og leikrænan hátt, án þess að nota snjalltæki eða tölvur.

Við hjá Nesskóla erum afar þakklát Forriturum framtíðarinnar fyrir þennan veglega stuðning og hlökkum til að bjóða nemendum upp á ný tækifæri til að skapa, kóða og læra í gegnum leik og list.

Eftir Karen 2. maí 2025
Nemendur í 7.-10. bekk eru þessa dagana að taka þátt í afar mikilvægu og áhugaverðu námskeiði um heilbrigð samskipti sem Aflið stendur fyrir. Fyrsti hluti námskeiðsins fór fram 29. og 30. apríl og hefur þegar vakið mikla athygli og áhuga meðal nemenda. Framhaldið er svo væntanlegt 6. og 7. maí þar sem enn frekar verður kafað í þessi mikilvægu málefni.
Eftir Karen 29. apríl 2025
Skólinn okkar hefur náð frábærum árangri og staðist úttekt Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri (MSHA) með glans! Við erum nú opinberlega viðurkenndur Byrjendalæsisskóli, sem er gríðarlega mikilvægur áfangi í sögu skólans okkar!
Eftir Karen 11. apríl 2025
Gleði og gaman ríkti í skólanum okkar þegar árshátíð yngsta stigs fór fram með glæsibrag! Rakel og Hafþór úr 4. bekk stýrðu dagskránni af mikilli fagmennsku og sjarma.