Fréttatilkynning – Nesskóli fær styrk til að efla forritun og sköpun hjá nemendum

Nesskóli fær styrk til að efla forritun

Nesskóli hefur með stolti hlotið 200.000 kr. styrk frá Forritarar framtíðarinnar – styrktarsjóði á vegum Forritarar.is, sem hefur það að markmiði að styðja við forritunarmenntun barna og ungmenna um allt land.

Með þessum styrk mun Nesskóli fjárfesta í Artie 3000, forritanlegum róbót sem nemendur stýra með því að skrifa einfaldan kóða – og róbótinn svarar með því að teikna myndir! Með því að tengja listsköpun og forritun ætlum við að styrkja skapandi hugsun, lausnaleit og tæknilæsi á nýstárlegan og aðgengilegan hátt.

Auk þess verður keypt block-based coding student activity set for Scratch, sem býður upp á skjálausa forritun fyrir yngri nemendur. Þetta set nýtist einkar vel til að kynna grunnhugtök forritunar á snertanlegan og leikrænan hátt, án þess að nota snjalltæki eða tölvur.

Við hjá Nesskóla erum afar þakklát Forriturum framtíðarinnar fyrir þennan veglega stuðning og hlökkum til að bjóða nemendum upp á ný tækifæri til að skapa, kóða og læra í gegnum leik og list.

Eftir Þórfríður Soffía Þórarinsdóttir 19. desember 2025
Gleðiríkur desember og jólahátíð í skólanum að baki
Eftir Þórfríður Soffía Þórarinsdóttir 19. desember 2025
Stebba Huld lætur af störfum eftir 35 ára starf
Eftir Þórfríður Soffía Þórarinsdóttir 14. nóvember 2025
Dagur íslenskrar tungu og vasaljósadagur