Fyrstu dagar skólans og gönguvika

Nú eru tvær vikur liðnar af skólanum og margt búið að bralla. Búið að nýta góða veðrið eins mikið og hægt er og farið í gönguferðir. 

Skólinn fór rólega af stað en hefur verið viðburðaríkur í viku tvö þar sem veðrið hefur verið að leika við okkur. Það er búið að fara mikið í fjörurnar okkar, gerð útiverkefni og jafnvel komið heim með gull í vasa á meðan aðrir komu með snigla og marflær til að nýta í náttúrufræði. 

Vika tvö var einnig nýtt sem gönguvika og voru öll stig virkilega heppin með veður og nutu útivistar í fallegri náttúru sem er allt í kringum okkur. 

Yngsta stig gekk Fannardal.

Miðstig gekk upp að Hólatjörnum og tóku margir sundsprett þar.

Unglingastig gekk um Op frá Oddsdal niður í Helgustaðahrepp á Eskifirði/Reyðarfirði.

Hægt er að sjá myndir úr göngunum í þessu myndasafni.

Núna í dag föstudaginn 6. september kom einnig til okkar Bras eða List fyrir alla. Þau hófu skólaárið á Svakalegum sögum með þeim Evu Rún og Blævi.

Þær eru þaulvanar að mæta krökkum og hvetja til ritunar og læsis og nýta sér spennandi aðferðir og leiðir.
Þær ætla að leggja sérstaka áherslu á SÖGUR - verðlaunahátíð barna og hvetja krakka til að senda inn hugmyndir sína.

Í framhaldi af þessu fór af stað lestrarkeppni á milli skóla á Austurlandi þar sem skólinn sem vinnur fær vegleg bókaverðlaun. Tökum við auðvitað þátt í því. Myndir er hægt að sjá hérna.  

Að lokum viljum við minna á gulan dag næstkomandi þriðjudag 10. september þar sem við ætlum að sýna stuðning við Geðheilbrigði og sjálfsvígsforvarnir.

Eftir Karen Ragnarsdóttir 18. júní 2025
Nesskóli fær styrk til að efla forritun
Eftir Karen 2. maí 2025
Nemendur í 7.-10. bekk eru þessa dagana að taka þátt í afar mikilvægu og áhugaverðu námskeiði um heilbrigð samskipti sem Aflið stendur fyrir. Fyrsti hluti námskeiðsins fór fram 29. og 30. apríl og hefur þegar vakið mikla athygli og áhuga meðal nemenda. Framhaldið er svo væntanlegt 6. og 7. maí þar sem enn frekar verður kafað í þessi mikilvægu málefni.
Eftir Karen 29. apríl 2025
Skólinn okkar hefur náð frábærum árangri og staðist úttekt Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri (MSHA) með glans! Við erum nú opinberlega viðurkenndur Byrjendalæsisskóli, sem er gríðarlega mikilvægur áfangi í sögu skólans okkar!