Gleðilegt nýtt ár
Starfsfólk Nesskóla óskar öllum gleðilegs nýs árs og þakkar fyrir liðin ár.
Árið byrjaði rólega hjá okkur enda allir þreyttir eftir jólafríið. Það var bara hálf vika í byrjun árs sem hentaði öllum mjög vel. Í næstu viku ættu allir að vera komnir á gott ról og skólinn byrjar á fullu. Við gerum ráð fyrir að nemendur hafi fengið flottar og góðar bækur í jólagjöf og vonum að við fáum að heyra um hvað þær eru á næstu vikum enda hvetjum við alla til að lesa sem oftast sér til ánægju og gleði.

Eftir Karen
•
2. maí 2025
Nemendur í 7.-10. bekk eru þessa dagana að taka þátt í afar mikilvægu og áhugaverðu námskeiði um heilbrigð samskipti sem Aflið stendur fyrir. Fyrsti hluti námskeiðsins fór fram 29. og 30. apríl og hefur þegar vakið mikla athygli og áhuga meðal nemenda. Framhaldið er svo væntanlegt 6. og 7. maí þar sem enn frekar verður kafað í þessi mikilvægu málefni.