Glitraðu með Einstökum börnum
Á föstudaginn er dagur sjaldgæfra sjúkdóma og heilkenna. Af því tilefni hvetur Félag Einstakra barna öll til að sýna stuðning og samstöðu við þau sem lifa með sjaldgæfa sjúkdóma og heilkenni með því að GLITRA þann 28. febrúar ✨
GLITRAÐU með því að klæðast einhverju GLITRANDI eins og glimmeri eða pallíettum. Allt sem er litríkt og glitrar er skemmtilegt og minnir okkur á að við erum allskonar.

Eftir Karen
•
2. maí 2025
Nemendur í 7.-10. bekk eru þessa dagana að taka þátt í afar mikilvægu og áhugaverðu námskeiði um heilbrigð samskipti sem Aflið stendur fyrir. Fyrsti hluti námskeiðsins fór fram 29. og 30. apríl og hefur þegar vakið mikla athygli og áhuga meðal nemenda. Framhaldið er svo væntanlegt 6. og 7. maí þar sem enn frekar verður kafað í þessi mikilvægu málefni.