Gott veður og fræðsla

Góða veðrið heldur áfram að leika við okkur og því mikið farið út. En það er ekki það eina sem við höfum brallað í vikunni.

Fyrsti bekkur fékk góða gjöf frá Síldarvinnslunni. En ár hvert gefur síldarvinnslan 1. bekk endurskinnsvesti til að nýta í umferðinni. Þökkum við kærlega fyrir þessa frábæru og kærkomnu gjöf frá þeim.

9. og 10. bekkur fór á Egilsstaði á fimmtudaginn á starfamessu. Þar komu saman öll helstu fyrirtæki fjórðungsins til að kynna sína vinnu. Fóru þau með rútu öll saman og voru fram yfir hádegi. Kynntu sér starfsemi og nám sem þau gætu stundað í framtíðinni og gæddu sér svo á hamborgara í lokinn.

Á föstudaginn var svo Starfsdagur þar sem allflestir kennarar og starfsfólk skólans fóru á kennaraþing eða námskeið á vegum Afls starfsgreinafélags. Fengu starfsmenn frábæra fyrirlestra á báðum stöðum. Þau sem ekki gátu tekið þátt í þeirra dagskrá voru hérna í skólanum í vinnu.

Um helgina er einnig kennararáðstefna Utís Online. Þar fáum við fyrirlestra frá fólki allstaðar að úr heiminum og sjáum hvaða verkefni eru í gangi í íslensku skólakerfi.

Í næstu viku er önnur vika með önnur tækifæri með starfsfólki sem koma full af fróðleik eftir helgina.

Eftir Karen Ragnarsdóttir 18. júní 2025
Nesskóli fær styrk til að efla forritun
Eftir Karen 2. maí 2025
Nemendur í 7.-10. bekk eru þessa dagana að taka þátt í afar mikilvægu og áhugaverðu námskeiði um heilbrigð samskipti sem Aflið stendur fyrir. Fyrsti hluti námskeiðsins fór fram 29. og 30. apríl og hefur þegar vakið mikla athygli og áhuga meðal nemenda. Framhaldið er svo væntanlegt 6. og 7. maí þar sem enn frekar verður kafað í þessi mikilvægu málefni.
Eftir Karen 29. apríl 2025
Skólinn okkar hefur náð frábærum árangri og staðist úttekt Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri (MSHA) með glans! Við erum nú opinberlega viðurkenndur Byrjendalæsisskóli, sem er gríðarlega mikilvægur áfangi í sögu skólans okkar!