Kardemommubærinn, leiksýning 9.bekkjar Nesskóla

9.bekkur Nesskóla kynnir með stolti Kardemommubæinn, en það er hefð fyrir því að 9. bekkur Nesskóla setur upp sýningu ár hvert. Í ár er komið að leikritinu Kardemommubærinn eftir Thorbjörn Egner. Kardemommubær er yndislegur bær, fullur af skemmtilegum dýrum og litríkum íbúum. Þrennt ógnar þó friðsældinni í bænum, fjórir kostulegir ræningjar, ógurlega ljónið þeirra sem elskar mjólkursúkkulaði og hin ráðríka og skapstygga Soffía frænka! Þegar ræningjarnir fá þá hugdettu að ræna sjálfri Soffíu frænku til að sjá um húsverkin fyrir sig færist heldur betur fjör í leikinn. Leikstjóri er Þórfríður Soffía Þórarinsdóttir. 

Hvetjum við alla til að panta sér miða en það er gert í gegnum þennan link

 

Eftir Þórfríður Soffía Þórarinsdóttir 14. nóvember 2025
Dagur íslenskrar tungu og vasaljósadagur
Eftir Þórfríður Soffía Þórarinsdóttir 23. október 2025
Kvennaverkfall - Föstudaginn 24. október
Eftir Þórfríður Soffía Þórarinsdóttir 16. október 2025
This is a subtitle for your new post