Verklagsreglur um skólasókn

Unnar hafa verið sérstakar verklagsregur um skólasókn nemenda í grunnskólum Fjarðabyggðar. Tilgangurinn með að setja verklagsreglur um skólasókn er að skýra verklag í kringum skólasókn nemenda, s.s. skráningu leyfa, veikinda og fjarvista og samræma viðbrögð ef skólasókn er ábótavant og tryggja að gripið verði fljótt til forvarna svo koma megi í veg fyrir skólaforðun.

Skilgreining á skólaforðun

Skólaforðun er meðvituð eða ómeðvituð hegðun sem barn eða unglingur sýnir þegar mæta á í skólann. Hegðunin birtist í erfiðleikum með að sækja skóla hvort sem um er að ræða heilan skóladag eða hluta úr degi í lengri eða skemmri tíma. (Kearney, Albano 2007).

Snemmtæk íhlutun og forvarnir gegn skólaforðun í skólum Fjarðabyggðar

Í skólum Fjarðabyggðar er sérstök áhersla lögð á snemmtæka íhlutun og forvarnir gegn skólaforðun með það að markmiði að greina vanda barna og fjölskyldna áður en vandinn verður langvarandi og bitnar á uppeldis- og þroskaskilyrðum barna.

Mikilvægt er að heimili og skóli vinni vel saman og hvor aðili um sig sé meðvitaður um réttindi og skyldur sínar gagnvart nemendum. 

Hér má lesa nánar um verklagsreglur um skólasókn í grunnskólum Fjarðabyggðar.

Eftir Karen Ragnarsdóttir 18. júní 2025
Nesskóli fær styrk til að efla forritun
Eftir Karen 2. maí 2025
Nemendur í 7.-10. bekk eru þessa dagana að taka þátt í afar mikilvægu og áhugaverðu námskeiði um heilbrigð samskipti sem Aflið stendur fyrir. Fyrsti hluti námskeiðsins fór fram 29. og 30. apríl og hefur þegar vakið mikla athygli og áhuga meðal nemenda. Framhaldið er svo væntanlegt 6. og 7. maí þar sem enn frekar verður kafað í þessi mikilvægu málefni.
Eftir Karen 29. apríl 2025
Skólinn okkar hefur náð frábærum árangri og staðist úttekt Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri (MSHA) með glans! Við erum nú opinberlega viðurkenndur Byrjendalæsisskóli, sem er gríðarlega mikilvægur áfangi í sögu skólans okkar!