Kynning á lokaverkefnum nemenda í 10. VG í Nesskóla 2024

Nemendur í 10. VG kynntu nú í vikunni lokaverkefni sín. Markmið með þessu verkefni er að efla sjálfstæði og ábyrgð nemenda en þeir ákveða sjálfir verkefnið, afla gagna, framkvæma og kynna. 

Nemendum bar saman um að erfiðast væri að velja verkefni en vinnan skemmtileg. Fjöldi gesta lagði leið sína í Nesskóla þar sem nemendur fræddu gesti um verkefnin. Ummæli gesta voru; að verkefnin væru fjölbreytt, fræðandi, skemmtileg og metnaðarfull. Myndir fylgja hverju verkefni, en fleiri myndir af sýningunni er hægt að nálgast hérna.

 

·        Afreksíþróttafólk.  Viðtöl tekin við íþróttafólk landsins. (Svanur, Smári, Jón Breki (sem vantar á mynd))

·        Áhugasviðskönnun.  Áhugamál, svefn, vímuefni og persónuleiki. (Þór)

·        Bassabox.  Auðvitað á boxið að fara í skottið á bíl. (Jóhann Páll)

·        Bíllinn.  Bíll smíðaður frá grunni. (Brynjar, Kristófer, Óliver, Sófus)

Bíllinn Bíllinn

·        Bókin með greini.  Bók með allskonar tilfinningum og pælingum. (Höskuldur)

·        Hið nafnlausa.  Handrit og stuttmynd. (Júlíus)

·        Ilmprufur.  ilmprufur.company.site heimasíða þar sem hægt er að kaupa prufur af ilmvötnum. (Ármann).

·        Nesskóla merch.  Heimasíða, kynnt er hönnun á fatalínu fyrir Nesskóla. (Óskar og Sölvi)

·        Rakaraferill minn.   Myndband, glærusýning og herraklipping á staðnum. (Óðinn)

·        Raungreina verkefni.  Skemmtilegar staðreyndir um eðlis-og efnafræði. (Apolonia)

·        Skólagangan, árgangur 2008. 1.-10. bekkur, myndband og plakat um skólagönguna. (Tinna, Aþena, Freyja, Stefanía)

·        2008 ÁRGANGUR SPIL.  Borðspil sem fjallar um árgang 2008 í Nesskóla. (Sóldís, Helena, Sigurborg, Hrefna, Sólveig)

 

·        Einu verkefni er ekki lokið, nemandi dvelur erlendis og kynnir verkefni sitt þegar hann kemur heim.  (Þorgeir)

Eftir Þórfríður Soffía Þórarinsdóttir 14. nóvember 2025
Dagur íslenskrar tungu og vasaljósadagur
Eftir Þórfríður Soffía Þórarinsdóttir 23. október 2025
Kvennaverkfall - Föstudaginn 24. október
Eftir Þórfríður Soffía Þórarinsdóttir 16. október 2025
This is a subtitle for your new post