- 97 stk.
- 13.04.2024
Nemendur í 10. VG kynntu nú í vikunni lokaverkefni sín. Markmið með þessu verkefni er að efla sjálfstæði og ábyrgð nemenda en þeir ákveða sjálfir verkefnið, afla gagna, framkvæma og kynna.
Nemendum bar saman um að erfiðast væri að velja verkefni en vinnan skemmtileg. Fjöldi gesta lagði leið sína í Nesskóla þar sem nemendur fræddu gesti um verkefnin. Ummæli gesta voru; að verkefnin væru fjölbreytt, fræðandi, skemmtileg og metnaðarfull.