Skólinn okkar

            Viska - Virðing - Vinátta

Í skólanum viljum við læra eitthvað nýtt, helst á hverjum degi, nýja visku sem við nýtum í leik og starfi um ókomna framtíð.

Við viljum að allir beri virðingu fyrir sjálfum sér, virðingu hvert fyrir öðru og virðingu fyrir umhverfinu.

Vinátta er öllum ómetanleg og getum við búið að henni alla ævi


Skólastjóri: Einar Már Sigurðarson                                      Netfang skólans: nes@skolar.fjardabyggd.is 

Aðstoðarskólastjóri: Viðar Hannes Sveinsson                     Heimasíða skólans: nesskoli.is    

                                                                                         Sími 4771124


Í Nesskóla eru 209 nemendur frá 1 - 10. bekk. Skóladeginum er skipt upp í þrjár vinnulotur. Yngsta stigið (1. – 4. bekkur) hefur lokið vinnudegi sínum kl. 13:00, miðstigið  (5. – 7. bekkur) kl. 13:50 og misjafnt er hvenær unglingastigið (8. – 10. bekkur) er búið, fer eftir valgreinum. Skólaárið 2017-2018 starfa 47 starfsmenn við Nesskóla, fjöldi starfa við kennslu eru 31. Önnur störf eru skólaliðar, húsvörður, ritari, þroskaþjálfi, stuðningsfulltrúar og starfsmenn á skólaseli. Innan veggja skólans er líka Bókasafn, Tónskóli og Skólasel. 
Nesskóli fer eftir uppeldi til ábyrgðar, ART og Olweusaráætlun varðandi Einelti

Nánari upplýsingar má sjá í Skólanámskrá Nesskóla

Árlegir viðburðir Nesskóla eru: Gönguferð, þemavika, jólaföndur, þorrablót, skíðaferð, Góugleði, Árshátíð, 9 bekkjar ferð, Stullaverðlaun.