Vinasel

Nemendur 1. – 4. bekkjar skólans eiga þess kost að koma á skóladagheimilið að loknum skóla og dvelja fram eftir degi. Þannig getur lengsta dvöl þar orðið frá 13:00 - 16:00. Margir krakkar nýta sér þessa þjónustu og eru á skóladagheimilinu í góðu yfirlæti við leiki og störf. Fastir starfsmenn eru þrír, þau Jenný Jörgensen, sem jafnframt er forstöðumaður, María Fe og Jóhanna Steina Duffield. 

Símanúmer Vinasels er: 4771155

Best er að skrá nemendur í vinasel hjá ritara.