Samskiptadagar 2023-2024

Samskiptadagar skólaársins 2023-2024 verða 2. nóvember 2023 og 12. mars 2024.

Foreldrar eru beðnir um að skrá tíma í foreldraviðtal í gegnum Mentor eftir að kennarar hafa opnað á og tilkynnt um skráningu.

Í 5. - 10. bekk eru nemendastýrð foreldraviðtöl. Í þeim er nemandinn í aðalhlutverki og stýrir samtalinu. 

  • Við undirbúning lítur nemandinn til baka og velur sér verkefni sem hann telur gott til að sýna styrkleika sinn. Í samtalinu greinir hann foreldri og umsjónarkennara frá hvers vegna hann valdi þetta verkefni, hver tilgangur þess er, hvaða hæfni var verið að þjálfa.
  • Nemendastýrðu foreldraviðtali er ætlað að virkja og valdefla nemandann með það að markmiði að auka trú hans á eigin getu. Markmiðið er að nemandinn geti haft áhrif á og tjáð sig um nám sitt, viti hvar hann er staddur, hvert hann stefnir og hvað er góður árangur.

 Í 1. - 4. bekk eru haldin foreldraviðtöl þar sem foreldrar hitta umsjónakennara ásamt nemenda og ræða um líðan þeirra og styrkleika. Viðtölin eiga að snúast um að byggja upp nemandann. Ef þörf er á samtali sem snýr að annarskonar málum eru foreldrar beðnir um að óska eftir öðrum fundi með kennara þar sem hægt er að ræða þau mál og leita leiða til úrbóta.