Skólahjúkrun

 Í Nesskóla eru Hrönn Sigurðardóttir og Birgitta Inga Birgisdóttir starfandi hjúkrunarfræðingar.

Viðvera er á mánudögum frá kl: 8:00 – 14:00 og föstudögum frá 08:00 - 13:00.        

Netfang og símanúmer: hronnsi@simnet.is Sími 897-5687

 Tilgangur

 Tilgangur skólaheilsugæslu er að fylgjast með heilsu, þroska og líðan barna á grunnskólaaldri. Hlutverk hennar er að stuðla að líkamlegu, andlegu og félagslegu heilbrigði skólabarna, ásamt því að greina og sinna heilbrigðisvandamálum sem hafa áhrif á velferða nemenda og námsgetu. Skólaheilsugæslan miðar að því að auka vitund og ábyrgð barna og unglinga að því hvernig þau geti bætt eigið heilbrigði og líðan sem og annarra. Til að þetta sé mögulegt þarf að koma til samstarf allra í skólasamfélaginu, þ.e. nemenda, kennara, foreldra og eftir þörfum aðilum utan skólans.

Hjúkrunarfræðingur situr í nemendaverndarráði skólans.

 Reglulegar heilsufarsathuganir

Sjónpróf í 4., 7. og 9. bekk

                        Hæðar og þyngdarmælingar í 4. og 9. bekk

                        Litarskyn hjá nemedum í 7. bekk

                        Heyrnarmæling í 1. og 9. bekk

Nemendur í öðrum bekkjum eru skoðaðir ef ástæða þykir til

 Ónæmisaðgerðir

                        Bólsuetning gegn mislingum, rauðum hundum og hettusótt í 7. bekk

                        Bólusetning gegn mænusótt, stífkrampa og barnaveiki í 9. bekk

 

  Lyfjagjafir í skólanum

 Þurfi barn að taka lyf á skólatíma eru þau geymd hjá ritara. Mikilvægt er að lyfin séu vel merkt og í þar til gerðum lyfjaboxum. Foreldrar þurfa að koma lyfjunum sjálfir í skólann en ekki senda barnið eða eldri systkini með það.

 Heilbrigðisfræðsla

Skipulögð heilbrigðisfræðsla og hvatning til heilbrigðra lífshátta er sinnt eins og unnt er í samráði við kennara í hverjum bekk. Byggt er á hugmyndafræðinni 6-Hheilsunnar sem er samstarfsverkefni skólaheilsugæslunnar og Lýðheilsustöðvar. Áherslur fræðslunnar eru Hollusta – Hvíld – Hreyfing – Hreinlæti – Hamingja – Hugrekki og kynheilbrigði. Eftir fræðslu fær barnið fréttabréf með sér heim. Þá gefst foreldrum kostur á að ræða við börning um það sem þau lærðu og hvernig þau geti nýtt sér það í daglegu lífi.