Sérkennsla

Stoðþjónusta
 
  • Nesskóli hefur yfir að ráða starfsfólki með margskonar menntun og reynslu sem nýtist vel til að koma til móts við fjölbreyttar þarfir nemenda. Við stuðningskennsluna starfa kennarar og stuðningsfulltrúar sem halda utan um sérkennsluna.  
  • Teymisfundir eru haldnir reglulega með fjölskyldum einstakra nemenda og eru þá gjarnan boðaðir allir þeir sem eru að vinna að málefnum nemandans. Deildarstjóri sérkennslu fundar reglulega með námsráðgjafa, hjúkrunarfræðingi og sálfræðingi til að fá upplýsingar og vinna úr þeim í þágu nemenda þannig að hægt sé að samræma þjónustu við nemendur. Einnig fundar deildarstjóri sérkennslu a.m.k. mánaðarlega með stuðningsfulltrúum og þroskaþjálfa.

 

  • Stuðningskennsla fer fram inn í bekk eða utan bekkjar í litlu rými þar sem eru oftast fjórir til sex nemendur í hópi. Einstaka sinnum er einstaklingskennsla. Stuðningskennsla felur í sér breytingar á námsmarkmiðum, námsefni, námsaðstæðum og kennsluaðferðum. Hún er skipulögð til lengri eða skemmri tíma eftir þörfum nemandans. Þörf fyrir stuðningskennslu er endurmetin reglulega. Fundað er með kennurum og sérkennara nemenda reglulega t.d. er endurskoðuð þörf fyrir stuðningskennslu í íslensku og stærðfræði í kjölfar námsmats í ágúst, október, janúar og mars. Í stuðningskennslu er unnið eftir áætlunum og eru umsjónarkennarar upplýstir um þá áætlun til þess að nemendur missi ekki af mikilvægum innlögnum á meðan þeir eru í stuðningskennslu. Í lok hvers tímabils sem nemandi fær stuðningskennslu er gert endurmat og skrifuð skýrsla. Foreldrar eru alltaf upplýstir um það þegar nemendur fara í stuðningskennslu og stuðningskennsla í íslensku fer alltaf fram þegar íslenskukennsla er í bekkjartíma. Það sama á við um stærðfræði. Nemendur fara aldrei í stuðningskennslu á þeim tíma sem þeir eiga að vera í list- og verkgreina tíma. Stuðningsfulltrúar eru til aðstoðar umsjónarkennurum í flestum yngri bekkjunum. Mest áhersla er lögð á að aðstoða nemendur við lestur í 1. – 4. bekk sem og stærðfræði.

 

  • Við Nesskóla er starfandi náms- og starfsráðgjafar í hálfu starfi. Hlutverk þeirra er að standa vörð um velferð allra nemenda, styðja þá og liðsinna í málum sem snerta nám, skólavist, framhaldsnám og starfsval.

 

  • Námsráðgjafi er málsvari nemenda og trúnaðarmaður. Allir nemendur og foreldrar/forráðamenn þeirra eiga kost á að snúa sér til námsráðgjafa. Þeir geta komið að eigin frumkvæði og milliliðalaust eða fyrir milligöngu starfsfólks skólans. Fyrrverandi nemendur eru einnig velkomnir. Námsráðgjafi er bundinn þagnarskyldu.

Hlutverk náms- og starfsráðgjafa er meðal annars:

· að leiðbeina nemendum um góð vinnubrögð og námsvenjur

· að veita nemendum ráðgjöf í einkamálum

· að veita upplýsingar um nám, framhaldsskóla og atvinnulíf

· að aðstoða nemendur við að gera sér grein fyrir áhugasviðum sínum og setja sér markmið

· að vera stuðningsmaður nemenda vegna erfiðleika eða áfalla,

· að undirbúa nemendur fyrir flutning milli skóla og skólastiga

· að aðstoða nýja nemendur við aðlögun

· að sinna fyrirbyggjandi starfi með fræðslu og ráðgjöf

· að vinna með kennurum og öðru starfsfólki að bættum samskiptum í skólanum og gegn einelti

· að taka þátt í að skipuleggja starfsfræðslu.

 

Góð ráð fyrir nemendur með lestrarerfiðleika...og góð forrit (hljóðbækur, talgervlar, leiðréttingarforrit o.fl.):

https://padlet.com/MEkennari/8bfb29k295ee?fbclid=IwAR2Up0XfhZZFxQ9vGXvjQd1KbfTH4O488ow099SZn6u-h1CsPYGjxe6tqcc