Verklag í eineltismálum

Stefnuyfirlýsing í eineltismálum

Starfsfólk Nesskóla lýsir því yfir að hvorki einelti né annað ofbeldi er liðið í skólanum. Leitað er allra leiða til að fyrirbyggja einelti og áhersla lögð á að leysa þau mál sem upp koma á farsælan hátt. Nesskóli á að vera öruggur vinnustaður þar sem starfið mótast af gildunum okkar: viska, virðing og vináttu. Stefnt að því að nemendur læri að setja sig í spor annarra, sýna umburðarlyndi og bera virðingu fyrir öðrum í anda uppbyggingarstefnunnar Uppeldi til ábyrgðar.

Verklagsáætlun Nesskóla í eineltismálum má finna HÉR

Síðan haustið 2005 hefur verið unnið samkvæmt aðferðum Dan Olweus gegn einelti. Olweus er norskur sálfræðingur sem hefur til margra ára unnið að rannsóknum á einelti og sett saman áætlun sem miðar að því að uppræta og vinna gegn einelti.

Starfsfólk skólans leitast við að fyrirbyggja einelti og ofbeldi og leysa þau mál sem upp koma á eins farsælan hátt og kostur er. Eineltismál sem upp koma eru ólík. Því verður að miða viðbrögð við hvert einstakt tilfelli. Nauðsynlegt er að bregðast strax við og setja af stað ákveðið vinnuferli.