Engage Rural Youth

 

Nesskóli í Evrópu

Nesskóli tekur nú þátt í alþjóðlegu Eramsus verkefni ásamt þremur öðrum löndum, Finnlandi, Lettlandi og Svíþjóð. 

Friends of rural development (FORD) eru samstarfsaðilar með NesskólaAnttolan yhtenäiskouluKaakkois Suomen Ammattikorkeakoulu in Finland, Montenova Montessoriskola in Sweden and Salas pamatskola in Latvia.

Verkefnið sem við erum að vinna heitir ,,Engaging Rural Youth" eða ,,Að virkja ungmenni í dreifbýli". 

Þessu verkefni er ætlað að virkja nemendur til að hafa áhrif á sitt nánasta umhverfi og vera virkur þátttakandi í samfélaginu. 

Þau eiga að koma með hugmyndir um það hvernig við getum bætt samfélagið okkar að einhverju leyti. Það er verið að reyna að virkja nemendur til þess að fá þau til að sjá hvernig þau geti bætt, breytt, skapað eða fengið hugmynd sem gæti hjálpað bæjarfélaginu okkar í framtíðinni til þess að verða enn öflugra en það er nú þegar.

Það eru ekki aðeins nemendur sem eru virkjaðir heldur búa kennarar til fullunna kennsluáætlun og handabók fyrir ferlið. 

Hluti af þessu verkefni er að nemendur spjalli við nemendur frá öðrum löndum á öruggu svæði á netinu áður en þau hittast, fyrsti hittingurinn átti að fara fram í mars 2020 en því miður varð ekki af honum vegna Covid 19. Í staðinn höfum við sniðið okkur stakk eftir vexti og erum nú að hittast á netinu. 

Nú þegar eru nemendur búnir að hittast á netinu og halda kynningar fyrir hvort annað um bæjarfélagið sitt og nánasta umhverfi. 

Við erum spennt fyrir að vinna áfram að þessu verkefni til næstu tveggja ára.