Heilsugæsla Nesskóla er á vegum HSA Neskaupstað og fylgir hún tilmælum landlæknis um áhersluþætti í skólaheilsugæslu og er til ráðgjafar í skólanum um ýmsa þætti er lúta að heilsufari og vellíðan nemenda. Skólahjúkrunarfræðingur Nesskóla er Jóhanna Rannveig johannath@hsa.is
Viðverutími skólahjúkrunarfræðings er þriðjudaga og fimmtudaga kl. 08:00 - 14:00.
Reglulegar heilsufarsathuganir
Sjónskerpupróf, mæling á hæð og þyngd og skimunarviðtal um heilsu og líðan. Fyrir 1-4-7-9 bekk
Nemendur í öðrum bekkjum eru skoðaðir ef ástæða þykir til
Ónæmisaðgerðir
Lyfjagjafir í skólanum
Þurfi barn að taka lyf á skólatíma eru þau geymd hjá ritara. Mikilvægt er að lyfin séu vel merkt og í þar til gerðum lyfjaboxum. Foreldrar þurfa að koma lyfjunum sjálfir í skólann en ekki senda barnið eða eldri systkini með það.
Heilbrigðisfræðsla
Skipulögð heilbrigðisfræðsla og hvatning til heilbrigðra lífshátta er sinnt eins og unnt er í samráði við kennara í hverjum bekk. Byggt er á hugmyndafræðinni 6-Hheilsunnar sem er samstarfsverkefni skólaheilsugæslunnar og Lýðheilsustöðvar.
Áherslur fræðslunnar eru Hollusta –Hvíld – Hreyfing – Hreinlæti – Hamingja – Hugrekki og kynheilbrigði. Eftir fræðslu fær barnið fréttabréf með sér heim. Þá gefst foreldrum kostur á að ræða við börning um það sem þau lærðu og hvernig þau geti nýtt sér það í daglegu lífi.
Mjög mikilvægt er að láta skólahjúkrunarfræðing vita ef barn er með greindan alvarlegan sjúkdóm sem getur stefnt heilsu/lífi þess í bráða hættu. Hér er átt við sjúkdóma eins og t.d. sykursýki, bráðaofnæmi, flogaveiki og blæðingarsjúkdóma.
Uppfært 27.09.2021