Áfallaáætlun

Áfallaáætlun Nesskóla Neskaupstað

 Við Nesskóla er starfandi áfallaráð. Þar sitja eftirtaldir aðilar: Skólastjóri,

aðstoðarskólastjórar, námsráðgjafi, skólahjúkrunarfræðingur og deildarstjóri sérkennslu.

 Skólasálfræðingur kemur að málum þegar þess er óskað. Skólastjóri eða aðstoðarskólastjóri

kallar áfallaráð saman og því skal óskum um afskipti áfallaráðs beint til stjórnenda. Áfallaráð er

bundið trúnaði.

 Hlutverkverk áfallaráðs felst m.a. í forvörnum og forvinnu. Áfallaráð sér um að móta vinnureglur um

hvernig bregðast eigi við áföllum sem skólasamfélagið ræður ekki við að leysa með hefðbundnum

hætti. Vinnureglurnar eru endurskoðaðar á fyrsta vinnufundi ráðsins ár hvert. Áfallaráð kynnir

áfallaáætlunina árlega fyrir starfsmönnum skólans. Áfallaráð safnar bókum, greinum og öðrum

gögnum um áföll og sorgarvinnu barna og er starfsmönnum skólans til leiðbeiningar um notkun

þeirra.

Ef áföll verða kemur áfallaráð saman og vinnur með skólastjóra að því að skipuleggja viðbrögð

skólans. Áfallaráð er kennurum og öðrum starfsmönnum skólans til ráðgjafar um viðbrögð við

áföllum og kemur beint að málum þegar þess er óskað.

Viðbrögð við áföllum

Þau atriði sem hér eru skráð eru hugsuð sem gátlisti fyrir starfsfólk skólans um hugsanleg viðbrögð

við áföllum. Taka þarf tillit til aðstæðna hverju sinni þegar viðbrögð eru ákveðin. Skólastjóri kallar

áfallaráð saman að ósk starfsmanna eða þegar þurfa þykir.

1. Upplýsingar

a. Sá sem fyrstur fær upplýsingar um dauðsfall eða alvarlegt slys kemur þeim til skólastjóra.

b. Skólastjóri aflar staðfestra upplýsinga.

c. Áfallaráð kallað saman.

d. Ritari sér um að áfallaráðsmeðlimir fái upplýsingar

e. áfallaráð skipuleggur hvernig upplýsingum er komið til:

 • Umsjónarkennara
 • Skólaliða
 • Húsvarðar
 • Heilsugæslu
 • Starfsfólks íþróttahúss og sundlaugar
 • Sérgreinakennara
 • Starfsfólks tónskóla
 • Annara starfsmanna

2. Áfallið (dauðsfallið/slysið) tilkynnt.

a. Áfallaráð hittist og fundar um áfallið.

b. Umsjónakennari/stjórnendur tilkynna um dauðsfallið eða slysið.

c. Umsjónakennari fundar með tengiliði áfallaráðs.

d. Athuga þarf hvort viðkomandi nemandi á nána ættingja meðal nemenda sem þurfa að fá

fregnina sérstaklega.

e. Skólastjóri/ umsjónakennari hafa samband við foreldra/forráðamenn hins látna/slasaða, ef um nemenda er að ræða.

Dæmi um viðbrögð

Langvinnir sjúkdómar/alvarleg slys

 • Umsjónarkennari greinir starfsfólki og nemendum frá því ef einhver úr þeirra hópi þarf að vera langdvölum burtu frá skóla/starfi vegna slyss eða alvarlegra veikinda.
 • Umsjónarkennari greini viðkomandi bekk og stafsliði frá alvarlegum veikindum í fjölskyldu nemanda. Haft er samráð við viðkomandi fjölskyldu og hjúkrunarfræðing skólans.
 • Umsjónarkennari hefur reglulegt samband við nemanda eða fjölskyldu hans til að fylgjast með líðan og horfum.
 • Umsjónarkennari gerir skólastjórnendum og öðrum kennurum grein fyrir stöðu mála.
 • Ef slys eða alvarlegt áfall verður í skólanum skulu stjórnendur gæta þess að enginn fari heim með rangar eða misvísandi upplýsingar um neinn þátt málsins. Í því sambandi er mikilvægt að senda bréf með helstu upplýsingum heim til nemenda.
 • Sýni fjölmiðlar áhuga á málinu, er skólastjóri eini tengiliður skólans við þá. Allir aðrir skulu vísa á hann varðandi upplýsingar.

Andlát nemenda á skólatíma

 • Áfallaráð kallað saman.
 • Þess gætt að náin skyldmenni hins látna sem eru við nám eða störf innan skólans hafi fengið fréttina áður en öðrum er tilkynnt um andlátið.
 • Starfsfólki skólans tilkynnt um andlátið í næstu frímínútum og réttar upplýsingar gefnar um tildrög.
 • Umsjónarkennari tilkynni andlátið í sínum bekk. Treysti kennari sér ekki til að greina frá atburðinum hefur hann einhvern með sér, s.s. prest eða fulltrúa úr áfallaráði en er sjálfur til staðar. Þess er gætt að gefa réttar upplýsingar um tildrög.
 • Gott er ef aðrir fullorðnir sem þekkja börnin geta verið til staðar, sérstaklega ef um ung börn er að ræða. Ef eitthvert barn fer út úr stofunni þarf einhver fullorðinn að fylgjast með því.
 • Fylgjast með börnunum í frímínútum. Gefið börnunum góðan tíma fyrir viðbrögð og spurningar. Sýnið eigin sorg, en missið ekki sjálfsstjórn.
 • Í kjölfar tilkynningar er kveikt á kerti og lesin ritningarorð eða farið með bæn. Framkvæmd taki mið af aðstæðum svo sem tildrög andláts, aldri nemenda o.s.frv. , hafa samráð við prestinn. Í framhaldi af því er hægt að teikna mynd, skrifa ljóð eða sögur, syngja, fara í leiki, lesa reynslusögur og segja frá eigin upplifun og lesa sögur og ljóð sem tengjast sorgarvinnu.
 • Flaggað skal í hálfa stöng en reynt að halda uppi eins eðlilegu skólastarfi og unnt er.
 • Skólastjórnendur sendi strax samúðarkveðjur eða blóm til fjölskyldu hins látna.

 Andlát starfsmanns á skólatíma

 • Áfallaráð kallað saman.
 • Þess gætt að náin skyldmenni hins látna sem eru við nám eða störf innan skólans hafi fengið fréttina áður en öðrum er tilkynnt um andlátið.
 • Starfsfólki skólans tilkynnt um andlátið í næstu frímínútum og réttar upplýsingar gefnar um tildrög.
 • Umsjónarkennari tilkynni andlátið í sínum bekk. Treysti kennari sér ekki til að greina frá atburðinum hefur hann einhvern með sér, s.s. prest eða fulltrúa úr áfallaráði en er sjálfur til staðar. Þess er gætt að gefa réttar upplýsingar um tildrög.
 • Ef starfsmaður er nátengdur nemendum er gott ef aðrir fullorðnir sem þekkja börnin geti verið til staðar, sérstaklega ef um ung börn er að ræða. Ef eitthvert barn fer út úr stofunni þarf einhver fullorðinn að fylgjast með því. Fylgjast með börnunum í frímínútum. Gefið börnunum góðan tíma fyrir viðbrögð og spurningar. Sýnið eigin sorg, en missið ekki sjálfsstjórn.
 • Ef starfsmaður er nátengdur nemendum er kveikt á kerti og lesin ritningarorð eða farið með bæn. Framkvæmd taki mið af aðstæðum svo sem tildrög andláts, aldri nemenda o.s.frv.
 • Flaggað skal í hálfa stöng en reynt að halda uppi eins eðlilegu skólastarfi og unnt er.
 • Skólastjórnendur sendi strax samúðarkveðjur eða blóm til fjölskyldu hins látna.

Andlát í skólanum

 • Eigi andlát sér stað í skólanum, þarf að kalla til lögreglu og prest sem sjá um að aðstandendur fái réttar upplýsingar um málið áður en fjölmiðlar fjalla um það.
 • Sýni fjölmiðlar málinu áhuga, er skólastjóri eini tengiliður skólans við þá. Allir aðrir skulu vísa á hann varðandi upplýsingar.
 • Að öðru leyti skal fylgja leiðbeiningum í köflunum þar sem fjallað er um andlát starfsmanna og nemenda.

Andlát aðstandenda nemenda

 • Látist foreldri eða annar náinn aðstandandi nemenda, skal starfsliði greint frá því og viðkomandi bekkjardeild tilkynnt það sérstaklega að nemanda fjarstöddum.
 • Hafa skal samráð við viðkomandi fjölskyldu um viðbrögð og athuga hvort þörf er á aðstoð fagaðila innan skólans.

Útför nemanda/ starfsmanns

 • Skólastjórnandi ásamt umsjónarkennara og fulltrúa úr áfallaráði fari í útförina sem fulltrúar skólans.
 • Nemendur geta fengið aðstoð við að skrifa minningargrein ef þeir óska þess. Einnig kemur til greina að þeir sendi samúðarkveðju og/eða gjöf til aðstandenda.
 • Nemendur kunna að vilja fara til jarðarfararinnar. Í slíkum tilvikum er rétt að fá prest til þess að fræða nemendur um útförina og búa þá undir stundina. Einnig er mögulegt að prestur eigi sérstaka helgistund með nemendum við kistu í kirkju. Æskilegt er að foreldrar fari með börnunum.

Áframhaldandi stuðningur eftir áfallið.

 • Kennarar, einkum umsjónarkennarar, búa sig undir að nemendur vilji ræða um dauðann, vinna verkefni um dauðann eða á annan hátt fá útrás eftir áfallið. Í þeirri vinnu er áfallaráð bakhjarl en kemur inn í bekki eftir þörfum.
 • Starfsmenn sem styðja við bakið á nemendum í sorg gæti að eigin líðan. Að vera sterkur, rólegur og yfirvegaður í þessari aðstöðu er mikið álag. Gott er að tala við einhvern í skólanum á hverjum degi þegar skóladeginum lýkur um það hvernig dagurinn hafi verið. Ákveðið fyrirfram hvenær þessi samtöl eiga að fara fram, þau eiga ekki að fara fram yfir kaffibolla í skyndi eða í frímínútum.
 • Áfallaráð gætir að því að starfsmenn fái stuðning og hjálp frá áfallaráði, öðrum starfsmönnum skólans eða utanaðkomandi aðstoð.
 • Þeir einstaklingar og hópar, sem áfallaráð hefur mest áhrif á, þurfa að eiga aðgang að stuðningsaðilum innan skólans sem vinna með áfallið og meta í hverju tilviki hvað á best við. 
 • Mikilvægast er að starfsmenn skólans séu eðlilegir og hlýlegir en varist tilgerð. Tillitssemi og virðing felst m.a. í því að staldra ekki of lengi við áföllin heldur halda áfram lífsgöngunni.

Alvarleg slys á börnum á skólatíma

 • Hringja í 112. Gefa upp staðsetningu og eðli vanda.
 • Kanna áverka og veita fyrstu skyndihjálp með leiðbeiningum frá Neyðarlínunni, 112.
 • Fjarlægja önnur börn af slysstaðnum.
 • Hafa samband við foreldra og greina þeim frá atburðinum á hlutlausan og nærgætinn hátt. Leitast skal við að svara spurningum á eins nákvæman hátt og kostur er.
 • Ef um lífshættulega áverka eða meðvitundarleysi er að ræða skal óska eftir aðstoð starfsmanna á slysadeild um að láta foreldra viðkomandi barns vita af slysinu.
 • Starfsmaður fylgir barni á slysadeild með sjúkrabíl og er hjá barninu þangað til foreldrar eru komnir á staðinn.
 • Reynt starfsfólk verður eftir á starfsstað til að sinna öðrum börnum í starfinu.
 • Ef um lífshættulega áverka eða meðvitundarleysi er að ræða:

- Kalla til áfallaráð

- Áfallaráð/skólastjóri hefur samband við foreldra þeirra barna sem voru á staðnum ef með þarf.

- Ekkert barn fari af starfsstaðnum nema búið sé að hafa samband við foreldra.

Æskilegt að fá ráðleggingar eða aðstoð prests, sálfræðings og/eða hjúkrunarfræðings við áfallahjálp eða sálgæslu.

 • Starfsfólki veitt áfallahjálp ef með þarf.
 • Skrifa slysaskýrslu .
 • Skrá niður allt um atburðinn og viðbrögðin til að meta það sem gert var og læra af því.

Stórslys/ náttúruhamfarir

 • Skólastjóri/ áfallaráð afli upplýsinga um á hvern hátt atburðurinn tengist skólanum.
 • Haft verði samband við viðeigandi upplýsingamiðstöð, t.d. starfsmenn Fjarðabyggðar,kirkjuna eða RKÍ.
 • Afla upplýsinga í stórslysaáætlun hjá yfirmönnum Fjarðabyggðar.

Bækur um sorg og sorgarviðbrögð.

Sorg barna. Bragi Skúlason

Umfjöllun: Sögur sem hægt er að lesa fyrir börnin. Einnig kafli um hvernig leikskólar geta veitt

börnum stuðning í sorg.

Von, bók um viðbrögð við missi. Bragi Skúlason

Umfjöllun: Um dauðann og sorgina. Missir eldri kynslóða, sorg barna, sorg foreldra,

makamissir, stuðningsaðilar.

Sumarlandið. Frásögn um von. Eyvind Skeie.

Umfjöllun: Skeie er prestur og rithöfundur. Hann skrifar þessa bók fyrir ung hjón sem missa 5

ára dóttur sína af slysförum, sögu sem gæti orðið þeim og börnum þeirra til huggunar.

Börn og sorg. Sigurður Pálsson

Umfjöllun: Bók um sorg og sorgarviðbrögð barna. Þessi bók er góð hjálp fyrir foreldra og

kennara barna sem syrgja. Í henni eru hugmyndir um hvernig fjalla má um lífið eftir dauðann

á sem eðlilegastan hátt við erfiðar aðstæður.

Áfallaráð Nesskóla

Skólastýra Karen Ragnarsdóttir      4771124   karen@skolar.fjardabyggd.is

Aðstoðarskólastýra Þórfríður Soffía Þórarinsdóttir      4771124   thorfridur@skolar.fjardabyggd.is

Námsráðgjafi   4771108 

Deildarstj. Stella Rut Axelsdóttir            4771105   

Tengiliður áfallaráðs. ritari Nesskóla       4771124  

Skólahjúkrunarfræðingur hverju sinni:     4771450

Áfallateymi HSAhttp://www.hsa.is/gedhvernd-og-afoell/23-afoell

Áfallaráð kallar sé til aðstoðar ef þurfa þykir.

 • Stigstjóra
 • Sóknarprest                                
 • Skólasálfræðing,
 • Umsjónarkennara,
 • Starfsfólk Nesskóla,
 • Lögreglu,
 • Fulltrúa börgunarsveitar,
 • Rauðakrossinn,
 • Yfirmenn Fjarðabyggðar,
 • Áfallateymi  FSN,  vaktsími  4701453