Bókasafn

Bókasafnið í Neskaupstað

Hýsir bæði skólabókasafn Nesskóla og almenningsbókasafn Neskaupstaðar og er staðsett á jarðhæð Nesskóla er um 244 fm. og rúmar um 25 nemendur í sæti. Bókasafnið á um 18 þúsund bækur og önnur gögn. Á safninu er ein tölva til leitar og ein opin fyrir internetnotkun. Bókasafnið er opið nemendum bæði fyrir hádegi á skólatíma og eftir hádegi.       

Opnunartímar bókasafnsins fyrir nemendur eru eftirfarandi:
Mánudagar: 08:00 - 12:00 og 13:00 - 19:00
Þriðjudagar: 08:00 - 12:00 og 13:00 - 17:00
Miðvikudagar: 08:00 - 12:00 og 13:00 - 17:00
Fimmtudagar: 08:00 - 12:00 og 13:00 - 17:00

Á bókasafninu eru bæði skáldsögur og fræðirit. Auk þess eru þar ýmis tímarit, myndasögur og hjólbækur fyrir bæði börn og unglinga sem og fullorðna. Bókasafnið veitir alla almenna þjónustu svo sem útlán, upplýsingaþjónustu og aðstoð við heimildaleit.

 

Á opnunartíma safnsins er nemendum frjálst að koma til að fá lánaðar bækur eða skoða, lesa og vinna á safninu. Útlánskerfið sem notað er heitir Gegnir. Allir nemendur fá bókasafnskort sem þeir geta notað til að fá lánaðar bækur í skólanum og heim. Algengt er í yngri bekkjunum að nemendur séu með eina til tvær bækur í skólanum af safninu. Útlánstíminn er yfirleitt 4 vikur og hægt er að endurnýja lán ef þörf krefur. Foreldrar eru beðnir um að aðstoða börnin við að varðveita lánsbækur og skila þeim á réttum tíma.

Ef bók tapast ber foreldrum að greiða bókina eða kaupa nýja.

      Bókasafnið í Neskaupstað
      Netfang: boknes@fjardabyggd.is
      Sími: 477 1521
      Nesskóla, Skólavegi 9
      740 Neskaupstað
       Fjarðabyggð