Skólapúlsinn

Skólapúlsinn er samtímamælingar fyrir sjálfsmat skóla. Hún er lögð fyrir nemendur í 6. -10. bekk. Nemendur eru valdir að handahófi. Mælingar  fara fram í október og apríl.

Í ár er mælt 2 sinnum þar sem 113 nemendur eru í skólanum.

Nesskóli hóf notkun á Skólapúlsinum í janúar 2015. 

Upplýsingarnar úr nemendalistanum eru eingöngu notaðar til að búa til líkindaúrtök skólans sem notuð eru í könnuninni. Þegar byrjað er að svara spurningalista er nafni nemandans sjálfkrafa eytt. Þegar búið er að svara spurningalista er þátttökukóða nemandans einnig sjálfkrafa eytt. Þegar könnuninni er lokið er nöfnum og þátttökukóðum þeirra sem ekki hafa svarað einnig eytt.

Þeir þættir sem mældir:

  • virkni  nemenda
  • líðan  þeirra,
  • skóla-  og  bekkjaranda.   

Einnig eru gefnir möguleikar með opnum spurningum að lýsa því hvað sé gott og slæmt við skólann.

Niðurstöður eru birtar og sem viðmiðunarregla  er  munur  uppá  0,5  stig  ekki  mikill  munur, munur uppá 1,0 stig telst töluverður munur og munur uppá 1,5 stig og meira telst mikill munur.