Skólaskrifstofa

Skólaskrifstofa                                                                                     

Skólaskrifstofa Austurlands annast  mest alla sérfræðiþjónustu fyrir grunn- og leikskóla í fjórðungnum. 

Við skrifstofuna starfa sálfræðingar, kennsluráðgjafi og talmeinafræðingur, sem annast greiningu á náms- og hegðunarvanda nemenda og ráðgjöf þar að lútandi.  Einnig sér starfsfólk Skólaskrifstofunnar um skimanir sem tengjast verkefninu Bættur námsárangur á Austurlandi.

Jarþrúður Ólafsdóttir kennsluráðgjafi, Björg Þorvaldsdóttir kennsluráðgjafi, Alma Sigurbjörnsdóttir sálfræðingur og  Halldóra Baldursdóttir talmeinafræðingur munu þjónusta Nesskóla í vetur.

Ef spurningar vakna varðandi nám, líðan eða heilsu barns:

Foreldrar snúa sér til deildarstjóra leikskóla, umsjónarkennara eða sérkennara ef þeir óska eftir sérfræðiaðstoð fyrir barn sitt en hlutverk umsjónarkennara eða deildarstjóra er einnig að vera vakandi fyrir mögulegum námsörðugleikum nemenda  ásamt því að fylgjast með þroska og velferð barna í þeirra umsjón.

Vakni grunur um erfiðleika hjá nemenda sendir skólinn tilvísun til Skólaskrifstofunnar. Deildarstjóri, umsjónarkennari eða sérkennari hefur í framhaldinu samband við foreldra þegar sérfræðingar koma í skólann.