Lestrarstefna Nesskóla

Hvað er læsi?

Merking orðsins læsi er víðtæk, en  það vísar allt í senn til lesturs, ritunar og lesskilnings. Það að vera læs felst í því að einstaklingar geti nýtt sér lestur, lesskilning og ritun í daglegum viðfangsefnum.

Læsi er þróunarferli sem hefst í frumbernsku og heldur áfram allt lífið en það byggir á reynslu barna af lestri og ritmáli í nánasta umhverfi þeirra. Góð færni í læsi er mikilvæg til þess að einstaklingar geti tekið virkan þátt í samfélaginu og er undirstaða alls náms.

Að vera læs er ekki einungis að geta umskráð hljóð stafa yfir í orð, setningar og heilu málsgreinarnar. Lestur er til lítils ef skilningurinn fylgir ekki með. Að öðlast góðan lesskilning er stundum erfiðleikum háð nema að tæknilegur grunnur lestrarnámsins (umskráning hljóða í orð) þ.e. að öðlast lesfimi.

 Læsisstefna Nesskóla

Stefna Nesskóla er að leggja frá upphafi traustan grunn í lestri svo að nemendur getir byggt ofan á eftir því sem færni og þroski þeirra eykst.

Það skiptir miklu máli að nemendur nái tökum á færni sinni til lesturs til þess að geta notað hana í samskiptum, í námi, fyrir sig sjálf og fyrir samfélagið allt. Grunnur að góðri færni í læsi er lagður á fyrstu æviárum barnsins og því betri málþroska sem barn hefur því betur er það í stakk búið til að takast á við læsi og lestrarnám. Góð lestrarfærni eykur lífsgæði og með góðu samstarfi við foreldra og aukinni þátttöku þeirra í læsi og lestrarnámi er verið að bæta möguleika barna til framtíðar.

Í Fjarðabyggð er lögð áhersla á snemmtæka íhlutun í leikskólum og í fyrstu bekkjum grunnskólans með það að markmiði að draga úr þörfum á sérkennslu þegar lengra líður á skólagönguna og koma í veg fyrir erfiðleika í námi síðar á lífsleiðinni. Leikskólar Fjarðabyggðar vinna með skipulögðum hætti að því að örva og þjálfa alla þætti móðurmálsins svo sem tal, hlustun, orðaforða og málskilning í þeim tilgangi að auka velgengni í lestrarnámi.

Fylgjast þarf vel með framvindu lestrarþróunar hjá hverju og einu barni með það að markmiði að hjálpa því að ná eins góðum árangri og hægt er út frá forsendum þess. Snemmtæk íhlutun felur líka í sér mat á árangri og því leggja leik- og grunnskólar í Fjarðabyggð áherslu á reglulegt mat til að fylgjast með framförum. Mat er einnig nýtt til þess að finna þá sem verr standa að vígi þannig að hægt sé að skipuleggja inngrip sem hentar hverjum og einum. Lestur þarf að þjálfa en án lestrarþjálfunar verður enginn læs. Fylgjast þarf vel með framförum barna og unglinga í lestri og nýta fjölbreyttar leiðir til þess að þjálfa hann.

Í lestrarþjálfun er aðkoma heimilis afar mikilvæg til að árangur náist og er heimalestur þar í aðalhlutverki. Ef heimalestri er ekki sinnt fjórum sinnum á vikutímabili hefur umsjónarkennari samband við foreldra og óskar eftir að úr verði bætt. Ef ekki verður breyting til batnaðar í kjölfarið getur umsjónarkennari vísað málinu til deildarstjóra sem kallar þá foreldra til fundar og í sameiningu er farið yfir hvaða leiðir eru færar til að styðja barnið í lestrarnámi sínu.

Lestrarþjálfun fer fram heima og í skóla og er mikilvægt að skapa gott samstarf þessara aðila.

 

 Lestrarviðmið Nesskóla sem stefnt er að varðandi leshraða að vori, lesin atkvæði á mínútu:

  1. bekkur:   30 – 50 atkvæði á mínútu
  2. bekkur:   80 – 110 atkvæði á mínútu
  3. bekkur:   110 – 140 atkvæði á mínútu
  4. bekkur:   140 – 170 atkvæði á mínútu
  5. bekkur:   170 – 200 atkvæði á mínútu
  6. bekkur:   200 – 215 atkvæði á mínútu
  7. bekkur:   215 – 230 atkvæði á mínútu
  8. bekkur:   230 – 265 atkvæði á mínútu
  9. bekkur:   265 – 300 atkvæði á mínútu
  10. bekkur:   300< atkvæði á mínútu

 

Talið er að nemendur þurfi að lesa a.m.k 300 atkv. á mín. til að ráða við námsefni framhaldsskóla.       

Miðað er við að a.m.k. 70% hvers árgangs nái viðmiðunum

 1. bekkur

 

Áherslur í kennslu

Byrjendalæsi er lagt til grundvallar í  lestrarkennslu í 1.bekk. Byrjendalæsi er þróað undi hatti samvirkra aðferða ( integrated language arts approach). Lestrarkennsla þar sem lestur, ritun, hlustun, tal og sjónræn viðfangsefni eru samofin í tengslum við gæðatexta/bókmenntir.

Í lestrarkennslunni er lögð áhersla á að mæta nemendum þar sem þeir eru staddir, unnið er með tengsl stafs og hljóðs, leshraða, lestraröryggi og lesskilning. Hver nemandi les reglulega í skólanum. Umsjónarkennari skipuleggur lestrarkennsluna í sínum bekk og kynnir fyrir foreldrum á haustfundi. Haldinn er kynningarfundur fyrir foreldra að hausti á grunnþáttum lestrar, hvaða lestraraðferð er beitt í kennslunni og hvert hlutverk foreldra er gagnvart nemendum í lestrarkennslunni. Lesið er fyrir nemendur í nestistímum.

Orðaskrift hefst um áramót hjá 1. bekk en þá þjálfa nemendur hljóðgreiningu og stafsetningu með því að skrifa orð eftir upplestri foreldra, gjarnan upp úr heimalestarbókinni. Fjöldi orða er ákveðinn af umsjónarkennara.

 

Hlutverk heimilis

Foreldrar þurfa að styðja við lestrarnám barna sinna að lágmarki 15 mínútur á dag, 5x í viku. Það gera þeir með því að vinna með barninu þar sem það er statt í lestrarnáminu. Mikilvægt er að lesa reglulega fyrir barnið og ræða innihald textans, útskýra erfið orð og álykta um hvað gæti gerst næst.

 

Námsmat

Að vori taka allir nemendur í leikskólanum Eyrarvellir málþroskaprófið HLJÓM-2. Skipting í færnimiðaða málörvunarhópa er m.a. miðuð við niðurstöður þessara mælinga.  

 

Leið til læsis  og Læsi – lesskimunarpróf í 1. bekk

Deildarstjóri/sérkennari ásamt umsjónarkennara leggja Leið til læsis og Læsi 1 fyrir á haustönn og  Læsi 2 og 3 á vorönn. Umsjónarkennari fer yfir prófið og birtir forráðamönnum niðurstöðurnar.  Einnig er lagt fyir hljóðfærnipróf fyrir þá nemendur sem þess þurfa. Umsjónarkennari og deildarstjóri sérkennslu  skipuleggja lestrarkennsluna út frá stöðu hvers nemenda.

 

Raddlestrarpróf/stafakönnun

Að hausti er lestrarstaða nemenda könnuð.  Í janúar eru allir nemendur prófaðir annað hvort í lestri eða með stafakönnun.  Þeir nemendur sem farnir eru að lesa taka raddlestarpróf að vori og fá umsögn ásamt upplýsingum um fjölda lesinna atkvæða á mínútu. Umsjónarkennari birtir foreldrum námsárangur hverju sinni.

 

 

2. bekkur

Áherslur í kennslu

Í lestrarkennslunni er lögð áhersla  á að mæta nemendum þar sem þeir eru staddir.  Unnið er jafnhliða með lestur, hlustun, ritun og tal.  Lesskilningur er efldur með því að vinna með hugtök, efla orðaforða og ályktunarhæfni nemenda.  Lesið er fyrir nemendur í nestistímum og hver nemandi les reglulega fyrir kennarann sinn. Unnið er út frá Byrjendalæsi, sem er lestrarkennsluaðferð sem hægt er að nýta með samþættingu margra námsgreina og miðar að því m.a. að auka orðaforða, lesskilning og yndislestur. Umsjónarkennari kemur af stað lestarátaki 3-4 sinnum á skólaárinu þar sem nemendur setja sér markmið um aukningu lesinna atkvæða á mínútu. Umsjónarkennari  skipuleggur lestrarkennsluna í sínum bekk og kynnir fyrir foreldrum á kynningarfundi að hausti.

Orðaskrift. Nemendur þjálfa hljóðgreiningu og stafsetningu með því að skrifa orð eftir upplestri foreldra, gjarnan upp úr heimalestarbókinni. Fjöldi orða er ákveðinn af umsjónarkennara.

 

Hlutverk heimilis

Foreldrar þurfa að styðja við lestrarnám barna sinna að lágmarki 15 mínútur á dag fimm daga vikunnar.  Það gera þeir með því að lesa fyrir þau og vinna með þeim þar sem þau eru stödd í lestrarnáminu.

 

Námsmat

-      Læsi lesskimunarpróf

Deildarstjóri og umsjónarkennari leggja  Læsi – lestrarskimun fyrir alla nemendur í 2. bekk,  1. hefti er lagt fyrir í nóvember og 2. hefti í febrúar. Umsjónarkennari fer yfir prófið, deildarstjóri vinnur úr upplýsingunum og skilar niðurstöðum til umsjónarkennara og sérkennara.  Umsjónarkennari birtir forráðamönnum nemenda niðurstöðurnar.  Lestrarkennslan er skipulögð út frá árangri lesskimunarinnar.

-      Lesmál – lesskimunarpróf

Lesmál er próf sem lagt er fyrir til að meta lestrargetu og réttritun. Prófið er lagt fyrir í apríl og kynnir umsjónarkennari niðurstöður fyrir foreldrum.

-      Raddlestrarpróf

Allir nemendur taka raddlestrarpróf a.m.k. þrisvar sinnum á skólaárinu þ.e. í ágúst, desember og maí. Niðurstöður prófanna eru gefnar í fjölda lesinna atkvæða á mínútu. Nemendur fá auk þess umsögn í janúar og maí. Umsjónarkennari birtir nemendum og foreldrum námsárangurinn hverju sinni.

 

 

 

 

 

 

 

 

3. bekkur

 

Áherslur í kennslu

Í lestrarkennslunni er lögð áhersla  á að mæta nemendum þar sem þeir eru staddir. Unnið er jafnhliða með lestur og ritun. Lesskilningur er efldur með því að vinna með hugtök, efla orðaforða og ályktunarhæfni nemenda. Lesið er fyrir nemendur í nestistímum og hver nemandi les reglulega fyrir kennarann sinn. Unnið er út frá Byrjendalæsi, sem er lestrarkennsluaðferð sem hægt er að nýta með samþættingu margra námsgreina og miðar að því m.a. að auka orðaforða, lesskilning og yndislestur. Umsjónarkennari kemur af stað lestarátaki 3-4 sinnum á skólaárinu þar sem nemendur setja sér markmið um aukningu lesinna atkvæða á mínútu. Hver kennari  skipuleggur lestrarkennsluna í sínum bekk og kynnir fyrir foreldrum á kynningarfundi að hausti.

Orðaskrift. Nemendur þjálfa hljóðgreiningu og stafsetningu með því að skrifa orð eftir upplestri foreldra, gjarnan upp úr heimalestarbókinni. Fjöldi orða er ákveðinn af umsjónarkennara.

 

Hlutverk heimilis

Hlutverk foreldra er að styðja við lestrarnám barna sinna með því að hlusta á þau lesa að lágmarki 15 mínútur á dag fimm daga vikunnar. Mikilvægt er að foreldrar séu þátttakendur í lestrarnámi barnanna og gefi sér tíma til að ræða innihald þess sem lesið er, útskýra erfið orð og álykta um hvað gæti gerst næst. 

Námsmat 

-      Raddlestrarpróf

Allir nemendur taka raddlestrarpróf a.m.k. þrisvar sinnum á skólaárinu þ.e. í ágúst, desember og maí. Niðurstöður prófanna eru gefnar í fjölda lesinna atkvæða á mínútu. Nemendur fá auk þess umsögn í janúar og maí. Umsjónarkennari birtir nemendum og foreldrum námsárangurinn hverju sinni.

-      Les- og hlustunarskilningspróf

Umsjónarkennari leggur les- og hlustunarskilningsprófið Orðarún fyrir alla nemendur í október og maí. Í hlustunarskilningsprófum má lesa spurningarnar fyrir nemendur. Sumir nemendur gætu einnig þurft á ritara að halda. 

-      Lestrargreiningarpróf LOGOS

Skimað er fyrir lestrarerfiðleikum í upphafi vorannar með LOGOS. Logos er lestrargreinandi próf sem metur lestrarfærni barna og unglinga. Þeir nemendur sem skora undir viðmiði í skimuninni fara í einstaklingspróf til að greina lestrarvandann nákvæmlega.

-      Orðskilningur – Orðalykill

Nemendur í 3. – 9. bekk taka allir könnun sem miðar að því að kanna orðskilning og orðþekkingu nemenda. Orðalykill er lagður fyrir í apríl – maí og kynnir umsjónarkennari niðurstöðurnar fyrir foreldrum.

 

 

4. bekkur

Áherslur í kennslu

Í lestrarkennslunni er lögð áhersla á að mæta nemendum þar sem þeir eru staddir. Unnið er jafnhliða með lestur og ritun. Lesskilningur er efldur með því að vinna með hugtök, efla orðaforða og ályktunarhæfni nemenda. Lesið er fyrir nemendur í nestistímum og hver nemandi les reglulega fyrir kennarann sinn. Unnið er út frá Byrjendalæsi, sem er lestrarkennsluaðferð sem hægt er að nýta með samþættingu margra námsgreina og miðar að því m.a. að auka orðaforða, lesskilning og yndislestur. Umsjónarkennari kemur af stað lestarátaki 3-4 sinnum á skólaárinu þar sem nemendur setja sér markmið um aukningu lesinna atkvæða á mínútu. Hver umsjónarkennari skipuleggur lestrarkennsluna í sínum bekk og kynnir fyrir foreldrum á kynningarfundi að hausti.

Orðaskrift. Nemendur þjálfa hljóðgreiningu og stafsetningu með því að skrifa orð eftir upplestri foreldra, gjarnan upp úr heimalestarbókinni. Fjöldi orða er ákveðinn af umsjónarkennara.

 

Hlutverk heimilis

Hlutverk foreldra er að styðja við lestrarnám barna sinna með því að hlusta á þau lesa að lágmarki 15 mínútur á dagfimm daga vikunnar. Mikilvægt er að foreldrar séu þátttakendur í lestrarnámi barnanna og gefi sér tíma til að ræða innihald þess sem lesið er, útskýra erfið orð og álykta um hvað gæti gerst næst. 

 

Námsmat

-      Raddlestrarpróf

Allir nemendur taka raddlestrarpróf a.m.k. þrisvar sinnum á skólaárinu þ.e. í ágúst, desember og maí. Niðurstöður prófanna eru gefnar í fjölda lesinna atkvæða á mínútu. Nemendur fá auk þess umsögn í janúar og maí. Umsjónarkennari birtir nemendum og foreldrum námsárangurinn hverju sinni.

-      Les- og hlustunarskilningspróf

Umsjónarkennari leggur les- og hlustunarskilningsprófið Orðarún fyrir alla nemendur í október og maí. Í hlustunarskilningsprófum má lesa spurningarnar fyrir nemendur. Umsjónarkennari birtir nemendum og foreldrum niðurstöður prófsins.

-      Samræmd próf

Allir nemendur í 4. bekk taka samræmd próf í íslensku í október. Þegar niðurstöður liggja fyrir er staða nemenda metin. Allir sem koma að nemendum í 4. bekk fara yfir niðurstöður prófanna og meta hvernig bregðast skuli við árangri einstakra nemenda. 

-      Orðskilningur – Orðalykill

Nemendur í 3. – 9. bekk taka allir könnun sem miðar að því að kanna orðskilning og orðþekkingu nemenda. Orðalykill er lagður fyrir í apríl – maí og kynnir umsjónarkennari niðurstöðurnar fyrir foreldrum.

 

 

 

 

5. bekkur

 

Áherslur í kennslu

Í lestrarkennslunni er lögð áhersla  á að mæta nemendum þar sem þeir eru staddir.   Unnið er jafnhliða með lestur og ritun.  Lesskilningur er efldur með því að vinna með ýmis hugtök efla orðaforða og ályktunarhæfni nemenda.  Lesið er fyrir nemendur í nestistímum. Hver kennari  skipuleggur lestrarkennsluna í sínum bekk og kynnir fyrir foreldrum á kynningarfundi að hausti. Unnið verður með Orð af orði, sem er kennsluaðferð sem hægt er að nýta í öllum námsgreinum og miðar að því m.a. að auka orðaforða, lesskilning og yndislestur.  Umsjónarkennari kemur af stað lestarátaki 3-4 sinnum á skólaárinu þar sem nemendur setja sér markmið um aukningu lesinna atkvæða á mínútu.

 

Hlutverk heimilis

Hlutverk foreldra er að styðja við lestrarnám barna sinna með því að hlusta á þau lesa að lágmarki 15 mínútur á dag fimm daga vikunnar. Mikilvægt er að foreldrar séu þátttakendur í lestrarnámi barnanna og gefi sér tíma til að ræða innihald þess sem lesið er, útskýra erfið orð og álykta um hvað gæti gerst næst. 

 

Námsmat

-      Raddlestrarpróf

Allir nemendur taka raddlestrarpróf a.m.k. þrisvar sinnum á skólaárinu þ.e. í ágúst, desember og maí. Niðurstöður prófanna eru gefnar í fjölda lesinna atkvæða á mínútu. Nemendur fá auk þess umsögn í janúar og maí. Umsjónarkennari birtir nemendum og foreldrum námsárangurinn hverju sinni.

-      Les- og hlustunarskilningspróf

Umsjónarkennari leggur les- og hlustunarskilningsprófið Orðarún fyrir alla nemendur í október og maí. Í hlustunarskilningsprófum má lesa spurningarnar fyrir nemendur. Umsjónarkennari birtir nemendum og foreldrum niðurstöður prófsins.

-      Framsagnarpróf

Í janúar og maí taka allir nemendur framsagnarpróf. Umsjónarkennari og sérkennari taka ákvörðun í samráði við nemendur með sértæka lesröskun um hvort þeir þreyti framsagnarpróf. Deildarstjóri sérkennslu og umsjónarkennari prófa í 5. bekk. Lagt er mat á eftirfarandi þætti: framburð, áherslur, þagnir og samband við áheyrendur, lestrarlag (t.d. hik, endurtekningar, rangt lesin orð) og raddstyrkur.

-      Orðskilningur – Orðalykill

Nemendur í 3. – 9. bekk taka allir könnun sem miðar að því að kanna orðskilning og orðþekkingu nemenda. Orðalykill er lagður fyrir í apríl – maí og kynnir umsjónarkennari niðurstöðurnar fyrir foreldrum.

 

6. bekkur

 

Áherslur í kennslu

Í lestrarkennslunni er lögð áhersla  á að mæta nemendum þar sem þeir eru staddir. Í kennslunni reynir á að nemendur geti leitað sér þekkingar í gegnum lestur og því vinna þeir fjölbreytt verkefni sem reyna á lesskilning og ritun. Hver kennari  skipuleggur lestrarkennsluna í sínum bekk og kynnir fyrir foreldrum á kynningarfundi að hausti. Unnið verður með Orð af orði, sem er kennsluaðferð sem hægt er að nýta í öllum námsgreinum og miðar að því m.a. að auka orðaforða, lesskilning og yndislestur. Umsjónarkennari kemur af stað lestarátaki 3-4 sinnum á skólaárinu þar sem nemendur setja sér markmið um aukningu lesinna atkvæða á mínútu.

 

Hlutverk heimilis

Hlutverk foreldra er að styðja við lestrarnám barna sinna með því að hlusta á þau lesa að lágmarki 15 mínútur á dag fimm daga vikunnar. Mikilvægt er að foreldrar séu þátttakendur í lestrarnámi barnanna og gefi sér tíma til að ræða innihald þess sem lesið er, útskýra erfið orð og álykta um hvað gæti gerst næst. 

 

Námsmat

-      Raddlestrarpróf

Allir nemendur taka raddlestrarpróf a.m.k. þrisvar sinnum á skólaárinu þ.e. í ágúst, desember og maí. Niðurstöður prófanna eru gefnar í fjölda lesinna atkvæða á mínútu. Nemendur fá auk þess umsögn í janúar og maí. Umsjónarkennari birtir nemendum og foreldrum námsárangurinn hverju sinni.

-      Les- og hlustunarskilningspróf

Umsjónarkennari leggur les- og hlustunarskilningsprófið Orðarún fyrir alla nemendur í október og maí. Í hlustunarskilningsprófum má lesa spurningarnar fyrir nemendur. Umsjónarkennari birtir nemendum og foreldrum niðurstöður prófsins.

-      Lestrargreiningarpróf LOGOS

Skimað er fyrir lestrarerfiðleikum í upphafi vorannar með LOGOS. Logos er lestrargreinandi próf sem metur lestrarfærni barna og unglinga. Þeir nemendur sem skora undir viðmiði í skimuninni fara í einstaklingspróf til að greina lestrarvandann nákvæmlega.

-      Framsagnarpróf

Í janúar og maí taka allir nemendur framsagnarpróf. Umsjónarkennari og sérkennari taka ákvörðun í samráði við nemendur með sértæka lesröskun um hvort þeir þreyti framsagnarpróf. Deildarstjóri sérkennslu og umsjónarkennari prófa í 6. bekk. Lagt er mat á eftirfarandi þætti: framburð, áherslur, þagnir og samband við áheyrendur, lestrarlag (t.d. hik, endurtekningar, rangt lesin orð) og raddstyrkur.

-      Orðskilningur – Orðalykill

Nemendur í 3. – 9. bekk taka allir könnun sem miðar að því að kanna orðskilning og orðþekkingu nemenda. Orðalykill er lagður fyrir í apríl – maí og kynnir umsjónarkennari niðurstöðurnar fyrir foreldrum.

 

7. bekkur

Áherslur í kennslu

Í lestrarkennslunni er lögð áhersla á að mæta nemendum þar sem þeir eru staddir. Kennslan felur í sér að nemendur geti leitað sér þekkingar í gegnum lestur og  vinna þeir fjölbreytt verkefni sem reyna á lesskilning og ritun. Hver kennari skipuleggur lestrarkennsluna í sínum bekk og kynnir fyrir foreldrum á kynningarfundi að hausti. Unnið verður með Orð af orði, sem er kennsluaðferð sem hægt er að nýta í öllum námsgreinum og miðar að því m.a. að auka orðaforða, lesskilning og yndislestur. Umsjónarkennari kemur af stað lestarátaki 3-4 sinnum á skólaárinu þar sem nemendur setja sér markmið um aukningu lesinna atkvæða á mínútu.

 

Hlutverk heimilis

Hlutverk foreldra er að styðja við lestrarnám barna sinna með því að hlusta á þau lesa að lágmarki 15 mínútur á dag fimm daga vikunnar. Mikilvægt er að foreldrar séu þátttakendur í lestrarnámi barnanna. 

 

Námsmat

-      Raddlestrarpróf

Allir nemendur taka raddlestrarpróf a.m.k. þrisvar sinnum á skólaárinu þ.e. í ágúst, desember og maí. Niðurstöður prófanna eru gefnar í fjölda lesinna atkvæða á mínútu. Nemendur fá auk þess umsögn í janúar og maí. Umsjónarkennari birtir nemendum og foreldrum námsárangurinn hverju sinni.

-      Les- og hlustunarskilningspróf

Umsjónarkennari leggur les- og hlustunarskilningsprófið Orðarún fyrir alla nemendur í október og maí. Í hlustunarskilningsprófum má lesa spurningarnar fyrir nemendur. Umsjónarkennari birtir nemendum og foreldrum niðurstöður prófsins.

-      Framsagnarpróf 

Í janúar og maí taka allir framsagnarpróf. Umsjónarkennari og sérkennari taka ákvörðun í samráði við nemendur með sértæka lesröskun hvort þeir þreyta framsagnarpróf. Lagt er mat á eftirfarandi þætti: framburð, áherslur, þagnir og samband við áheyrendur, lestrarlag (t.d. hik, endurtekningar, rangt lesin orð) og raddstyrkur.

-      Orðskilningur – Orðalykill

Nemendur í 3. – 9. bekk taka allir könnun sem miðar að því að kanna orðskilning og orðþekkingu nemenda. Orðalykill er lagður fyrir í apríl – maí og kynnir umsjónarkennari niðurstöðurnar fyrir foreldrum.

-      Samræmd próf

Allir nemendur í 7. bekk fara í samræmd próf í íslensku að hausti. Þegar niðurstöður liggja fyrir er staða nemenda metin. Allir sem tengjast nemendum í 7. bekk fara yfir niðurstöður prófanna og meta hvernig skuli bregðast við árangri einstakra nemenda. 

 

 

8. – 10. bekkur

 

Áherslur í kennslu

Mikilvægt er að nemendur hafi öðlast góða færni í að nýta sér hvers kyns texta þegar á elsta stig skólans er komið Nemendum er ætlað að lesa og nýta sér fjölbreytta texta á þremur tungumálum auk þess þess að geta skrifað smærri verkefni og ritgerðir.

Lesskilningur er þjálfaður enn frekar á unglingastigi. Þær aðferðir sem einkum eru notaðar er gagnvirkur lestur, hugtakakort og merking orða út frá samhengi. Einnig er mikil áhersla lögð á skýra og góða framsögn.

 

Hlutverk heimilis

Hlutverk foreldra er að styðja og hvetja nemendu til yndislestrar og skapa lestrarhvetjandi umhverfi.

Á unglingastigi er heimalestur tengdur öllum námsgreinum og hættir að vera bundinn við móðurmálsnámið eitt og sér. Hann er mjög gjarnan texti úr kennslubókum í náttúrufræði eða samfélagsfræði því þannig texti er vel til þess fallinn að auka hugtakaskilning og orðaforða. Lestur léttlestrarbóka í erlendum málum er annað dæmi og síðar lestur kjörbóka bæði á erlendum málum og á íslensku. Á unglingastig er lagt upp með að nemendur lesi heima og haldi sjálfir utanum skráningu á heimalestri. Þar er hvatt til yndislesturs.

Námsmat

Í 8. til 10. bekk er Lesferillinn notaður til að fylgjast með framförum nemenda í lesfimi. Lesfimin er lögð fyrir í september, janúar og maí. Sjónrænn orðaforði, nefnuhraði og orðleysulestur er kannaður hjá þeim nemendum sem þess þurfa.

LOGOS Lesgreiningarprófið LOGOS er notað til að greina enn frekar lestrarerfiðleika nemenda á unglingastigi. Einnig til að skima fyrir lestrarerfiðleikum hjá nemendum í 9. bekk í október ár hvert. Leitast er við að nemendur sem falla undir viðmið dyslexíu hafi með sér nýlega pappíra sem kveða úr um það þegar þeir ljúka grunnskóla-göngunni.

Lesskilningsprófið Orðarún er notað í 8. og 9. bekk en það er staðal lesskilningspróf frá Menntamálastofnun. Á unglingastigi eru einnig notuð önnur próf frá kennara til að meta lesskilning.