Byrjun desember

 

Desember byrjar með miklu frosti og snjó sem hefur aldeilis ýft upp jólaskapið í skólanum. Þann 1.desember byrjuðu nemendur Noémi í tónskólanum að spila á piano í andyri skólans milli 8:00 – 8:10. Var það Hulda Höskuldsdóttir sem reið á vaðið og spilaði fyrir okkur falleg jólalög. Síðan þá hafa nemendur komið hver á eftir öðrum og spilað fyrir okkur á meðan allir eru að koma sér í tíma. Virkilega falleg og skemmtilegur viðburður sem tónskólinn okkar sinnir. Hafa þau einnig haldið tvenna jólatónleika í þessari viku.

Hulda jólatónskóli

Salka Jónatónskóli

9.SJG sá um dagskrá tendrun jólatrésins í Neskaupstað sunnudaginn 3.desember þar sem Blásarasveit tónskóla Nesskóla spilaði nokkur lög, bæjarstýran okkar sagði nokkur vel valin orð, allir sem vildu fengu piparkökur og heitt kakó, dansað var í kringum jólatréð og jólasveinar kíktu í heimsókn og gáfu öllum krökkum sem vildu, mandarínu.

Jólatréstendrun

6.HB skreytti salinn á mánudaginn svo hann væri jólalegur hjá okkur og þá sérstaklega fyrir jólaföndrið hjá foreldrafélaginu og jólatónleika tónskólans. Foreldrafélagið stóð fyrir jólaföndri mánudaginn 4.desember þar sem allir þau sem vildu gátu komið og föndrað saman. Einnig var 9.SJG með vöfflur og kakó til sölu svo allir hafa farið saddir og glaðir heim með nýtt jólaföndur.

Jólaföndur

Bland í poka hefur verið að semja tónlist síðustu vikurnar og eru núna farin að semja dans. Fengum við smá myndir frá 7.EHÁ í vikunni sem sýnir vel gleðina í krökkunum í tíma.

Bland i poka 001

Bland i poka 002

Bland i poka 003

Bland i poka 004

 

5.GJS fór á fimmtudaginn upp á hjúkrunardeild og Verkmenntaskóla Austurlands og lásu texta og sungu fyrir íbúa þar. Vitum við til þess að fleiri bekkir huga að heimsókn á bæði hjúkrunarheimili og íbúðir aldraða. Hlökkum við til að fá að fylgjast með þeim heimsóknum.

5.GJS hjúkrunarheimili 001

5.GJS hjúkrunarheimili 002

5.GJS VA 001

Annars hefur vikan farið í jólaundirbúning meðal annars hafa gluggar verið skreyttir, póstkassar búnir til, stofur og hurðarnar skreyttar og piparkökur sem bekkirnir hafa verið að baka síðustu vikur verið skreyttar. Vinabekkir hafa verið að hittast, meðal annars í morgunmat. En 5.GJS hefur reglulega í vetur verið að elda hafragraut og buðu 10.VG í vikunni í morgunmat. Virkilega skemmtilegt þegar vinabekkir eru duglegir að hittast og gera eitthvað skemmtilegt saman, hvað þá ef allir fara saddir aftur í stofuna sína. Flest allir bekkir eru með dagatal og eru að brjóta upp daginn með skemmtilegum uppákomum sem í leiðinni styttir dagana fram að jólafrí.

Gluggi 001

Gluggi 002

Gluggi 004

Piparkökur 001

Piparkökur 002

Póstkassi 001

Póstkassi 002

Póstkassi 003

Í vikunni fékk skólinn veglegan styrk frá Agli Rauða til kaupa á afþreyingartækjum fyrir unglingastig. Var keypt þythokkí borð, píluspjald, shuffleboard og eftir áramót bætist við nýtt fótboltaborð. Þökkum við Agli Rauða kærlega fyrir þennan kærkomna styrk sem nýtast vel í skólanum okkar.

Í næstu viku hvetjum við alla til að skila inn jólakortum til að setja í póstkassana sem spretta upp hver á fætur öðrum. Í næstu viku er einnig jólaleikrit sem leiklistavalið á unglingastigi eru búin að vera æfa fyrir yngstastig, vonum við að leikskólinn nái að kíkja til okkar á sýningu.

Þar til næstu frétta, njótið desembers og aðdraganda jóla.