Árleg gönguferð Nesskóla

Árleg gönguferð Nesskóla var farin fimmtudaginn 17. september. 

Að þessu sinni fór yngsta stigið gamla Oddskarðsveginn frá Eskifirði og voru sótt að göngunum í Neskaupstað. Það var mjög skemmtilegt en eitthvað var nú veðrið að trufla og var orðið frekar kalt í lokin en við létum það að sjálfsögðu ekki á okkur fá.

Miðstigið fór í Helgustaðanámu og labbaði upp að Óskafossi. Þetta fannst nemendum mjög skemmtilegt og áhugavert. Það fóru líka margir bak við Óskafoss svo nú er bara að sjá hvort óskin þeirra rætist. . 

Unglingastig fór upp á Hátún, þetta var hæfilega löng leið með miklu og fallegu útsýni.

Frábær dagur í Nesskóla. Hérer hægt að skoða myndir