Erasmusferð til Eistlands

Myndin er tekin við þakklætisvott Eistlendinga til Íslands vegna sjálfstæðisbaráttu Eistlendinga ári…
Myndin er tekin við þakklætisvott Eistlendinga til Íslands vegna sjálfstæðisbaráttu Eistlendinga árið 1991.

Nesskóli er Erasmusskóli og er í samvinnu með skólum í Danmörk, Eistlandi, Lettlandi og Portúgal. Farið verður í 3 ferðir í vetur til Eistlands, Lettlands og Portúgal. Árgangur 2006 er bekkur sem fær að fara í þessar ferðir. 

Dagana 2. - 10. október var farið til Eistlands þar sem sjö krakkar frá Nesskóla ásamt tveimur starfsmönnum unnu verkefni, fóru á fyrirlestra og skoðunarferðir út frá þema verkefnisins sem er "We only have one planet". Að þessu sinni var ferðalagið frekar langt og var komið við í Svíþjóð og Lettlandi til að komast til og frá Eistlandi. Allir komu ánægðir og fræðslunni ríkari heim. 

Næsta ferð er áætluð til Lettlands í janúar 2022.