Euroskills 2023

Það er gaman að segja frá því að tveir fyrrum nemendur Nesskóla, þau Hlynur Karlsson og Írena Fönn Clemensen, keppa nú í Gdansk í Póllandi á Euroskills 2023. Keppa þau í sitthvorri greininni, rafeindavirkjun og háriðn. Útskrifuðust þau bæði úr Nesskóla eftir 10 ára skólagöngu og héldu svo í VA sem er framhaldskólinn okkar í heimabyggð. Erum við virkilega stolt og ánægð með þeirra frammistöðu fyrir hönd Íslands.